Yfirlit frétta

Ratleik lokið - verðlaunahafar!

Vatnajökulsþjóðgarður stóð fyrir metnaðarfullum ratleik í tengslum við Uppskeru- og þakkarhátíðina í Skaftárhreppi. Þátttakendur áttu að leita fjárrétta um alla sveit. Það var góð þátttaka og leiknum lokið. Sjá má á facebooksíðu Skaftárstofu þegar verðlaunahafarnir voru dregnir út.

Súsanna skrifar um ættleiddan ísbjörn og undarlega gesti

Súsanna Margrét Gottsveinsdóttir gaf nýlega út jólabók sem bert tiltilinn Jónas ísbjörn og jólasveinarnir. Súsanna ólst upp í Álftaverinu og stundaði nám í Kirkjubæjarskóla á Síðu. Við óskum Súsönnu til haminju með bókina.

Manstu eftir stuttmyndinni um Grímsvatnagosið?

Þessa dagana ræða menn um að enn einu sinni gjósi Grímsvötn. Það gleymir enginn Grímsvatnagosinu 2011 sem það upplifði. Á fullveldishátíðinni 2018 fékk Kirkjubæjarstofa kvikmyndagerðarfélagið Beit til að gera stutta mynd um að upplifa eldgos og þar var fjallað um gos eins og Kötlugosið 2018, Gjálpargosið 1996 og svo auðvitað Grímsvatnagosið 2011. Myndina og önnur verkefni Kirkjubæjarstofu má sjá á vefnum klaustur.is þar sem nýlega er búið að bæta við efni um starfsemi Kirkjubæjarstofu.

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 var opinn kynningarfundur um svæðisskipulag Suðurhálendisins haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.

Myndlistarsýning og söfnun út vikuna. Ratleik lýkur.

Myndlistarsýning Ragnhildar Ragnarsdóttur verður uppi þessa viku á Kirkjubæjarstofu. Það er opið á opnunartíma skrifstofu Skaftárhrepps. Ratleiknum lýkur í dag en það má skila miðunum á Skaftárstofu til 25. nóvember 2021. Veglegir vinningar í boði. Á báðum stöðum eru söfnunarbaukar til styrktar Kristínu Pálu. Söfnuninni lýkur föstudaginn 26. nóvember 2021.

Laust starf við félagslega liðveislu

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellsýslu leitar að einstaklingi/um til þess að sinna félagslegri liðveislu fyrir börn og fullorðna.

Biskup visiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli

Sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup, vísiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í nóvember 2021. Biskupinn og föruneyti hennar heimsóttu allar sóknarkirkjurnar: Þykkvabæjarklausturskirkju, Grafarkirkju, Langholtskirkju, Bænhúsið á Núpsstað, Kálfafellskirkju, Minningarkapellu Sr. Jóns Steingrímssonar og Prestsbakkakirkju þar sem var haldin messa. Einnig fór biskupinn í heimsókn í Kirkjubæjarskóla á Síðu og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla.

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið. Opinn fundur

Opinn kynningarfundur á vinnu við gerð svæðisskipulags fyrir suðurhálendið verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli 24. nóvember nk. kl. 19:30 - 21:30. Fundinum verður líka streymt á www.SASS.IS

Ratleikurinn /Treasure hunt til 22. nóvember 2021

Ratleikurinn stendur yfir frá 3.-22. nóvember. Skilið svarblaðinu í þar til gerðan kassa í Gvendarkjör eða í Skaftárstofu. Dregið verður úr réttum svörum í hverjum flokki og verðlaun veitt.Síðasti skiladagur er 25. nóvember 2021. Ef spurningar vakna hafið samband við Skaftárstofu í síma 4874620 The correct answers in each category will be deducted and prizes awarded. The treasure hunt runs from November 2nd to November 25th. Return the answer sheet in a specially made box in Gvendarkjör or at Skaftárstofa Visitor center. The deadline for submissions is 25. November 2021. If you have any questions, please contact Skaftárstofa Visitor center, tel. 487462.

Opin myndlistarsýning á Klaustri

Sýning á verkum Ragnhildar Ragnarsdóttur verður opin til 26. nóvember 2021. An Art exhibition wil be open in Kirkjubæjarstofa to 26th of November 2021.