Kirkjubæjarstofa

Kirkjubæjarstofa, þekkingarsetur er rannsóknar- og fræðasetur á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Nemendur geta fengið aðstöðu til að stunda nám á Kirkjubæjarstofu og þar er Fræðslunet Suðurlands með aðstöðu fyrir staðnám eða fjarnám. 

Nokkrir sjálfstætt starfandi einstaklingar vinna að verkefnum sínum á Kirkjubæjarstofu en þar er líka skrifstofuaðstaða fyrir starfsmenn: Vatnajökulsþjóðgarðs, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins,  Bændabókhaldið, Náttúrustofu Suðausturlands og fleiri.

Skrifstofa Skaftárhrepps flutti á Kirkjubæjarstofu, þekkingarsetur, í febrúar 2021. Sveitarstjórn og nefndir Skaftárhrepps funda á Kirkjubæjarstofu og er öllum velkomið að hafa samband ef þeir vilja leigja fundaraðstöðuna. 

Inngangur á Kirkjubæjarstofu er austast í húsinu, þar sem áður var gengið inn í íbúðirnar. Sérstaklega er vakin athygli á aðgengi fyrir hreyfihamlaða með lyftu frá bílaplaninu. (Sami inngangur og er fyrir nemendur Kirkjubæjarskóla.) Vinsamlegast hafið samband ef þið komið þá leið því það þarf að opna fyrir fólki.

Forstöðumaður Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs er Auður Guðbjörnsdóttir, sími: 8462770. Netfang: kbstofa@simnet.is  eða ag@klaustur.is 

Fréttir af starfsemi Kirkjubæjarstofu, þekkingarseturs birtast á facebook síðunni: https://www.facebook.com/kbstofa

Starfsemi á Kirkjubæjarstofu hefur verið af ýmsu tagi og mörg verkefni verið unnin í nafni stofnunarinnar frá því hún var stofnuð 1997. Kirkjubæjarstofa starfar samkvæmt skipulagsskrá frá 2015. Verkefni Kirkjubæjarstofu hafa vakið athygli og árið 2019 fékk Kirkjubæjarstofa Mennigngarverðlaun Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Tilnefninguna má lesa hér og grein um afhendingu verðlaunanna hér til hliðar.

 

 

 

      

 

 

Saga Kirkjubæjarstofu í máli og myndum