Hver er stefnan í Skaftárhreppi?

Stefnumótun er ávallt í gangi í öllum málaflokkum á vegum sveitarstjórnar, stofnana og nefnda innan Skaftárhrepps. Hér er afrakstur þeirrar vinnu.

 

Persónuverndarstefna Skaftárhrepps, samþykkt 2019. Skaftárhreppi er annt um friðhelgi einstaklinga og tekur persónuvernd mjög alvarlega. Sveitarfélagið leggur mikla áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf. Persónuverndarfulltrúi Skaftárhrepps er Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir lögfræðingur. Netfang: vigdis@landlogmenn.is. Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna perónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf um framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd ásamt því að vera tengiliður sveitarfélagsins við einstaklinga og persónuvernd.

 

Læsisstefna Skaftárhrepps var samþykkt 2018

Samningur milli Skaftárhrepps og mennta- og menningarmálaráðuneytis var undirritaður vorið 2016 þar sem aðilar staðfestu sameiginlegan skilning á því að læsi sé nauðsynlegt til virkrar þátttöku í samfélaginu þannig að hver og einn geti nýtt hæfileika sína sjálfum sér og samfélaginu öllu til velferðar.

Mannauðsstefna Skaftárhrepps, samþykkt 2016

Gildi mannauðsins í Skaftárhreppi – Heiðarleiki, jákvæðni, samheldni og sveigjanleiki

 

Menntastefna Skaftárhrepps, samþykkt

Áhersla lögð á að kennarar, nemendur og starfsmenn menntastofnana komi vel fram hvert við annað og að framkoma þeirra einkennist af kærleika, vinsemd, virðingu og væntumþykju. Áhersla á bjartsýni, jákvæðni og umburðarlyndi. Metnaður okkar felst í því að mæta nýjum kröfum og standast væntingar. Áhersla lögð á virkt samstarf við grenndarsamfélagið með það í huga að efla og bæta menntastarfið.

 

Stefna og markmið í umhverfismálum, samþykkt 2019

Skaftárhreppur stefnir að sjálfbæru samfélagi þar sem ávallt verði tekið tillit til umhverfisjónarmiða í allri starfsemi samfélagsins. Lögð verður áhersla á að efla fræðslu og upplýsta umræðu um umhverfismál og þjónusta og samráð við íbúa verði öflugt. Til að styrkja Skaftárhrepp í leið sinni að sjálbærni, minnka kolefnisspor þess og gera sveitarfélagið hreinna og aðlaðandi fyrir íbúa og gesti hefur sveitarstjórn Skaftárhrepps sett sér eftirfarandi markmið. 

Stefna Skaftárhrepps og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni

Allir starfsmenn eiga rétt á vinnuumhverfi þar sem hættan á einelti, ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinn áreitni er hverfandi og ber stjórnendum stofnanna sveitarfélagsins að tryggja þau vinnuskilyrði.