Manstu eftir stuttmyndinni um Grímsvatnagosið?

Stuttmyndin Að upplifa eldgos er aðgengileg á klaustur.is
Stuttmyndin Að upplifa eldgos er aðgengileg á klaustur.is

Þessa dagana ræða menn um að enn einu sinni gjósi Grímsvötn. Það gleymir enginn Grímsvatnagosinu 2011 sem það upplifði. Á fullveldishátíðinni 2018 fékk Kirkjubæjarstofa kvikmyndagerðarfélagið Beit til að gera stutta mynd um að upplifa eldgos og þar var fjallað um gos eins og Kötlugosið 2018, Gjálpargosið 1996 og svo auðvitað Grímsvatnagosið 2011. Myndina og önnur verkefni Kirkjubæjarstofu má sjá á vefnum klaustur.is þar sem nýlega er búið að bæta við efni um starfsemi Kirkjubæjarstofu.  Viðtölin í myndinni tóku nemendur Kirkjubæjarskóla á Síðu

Viltu horfa á myndina? (11 mínútur)