Biskup visiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli

Agnes Sigurðardóttir biskup og Sr. Ingimar Helgason í messu í Prestsbakkakirkju (Ljósm. LM)
Agnes Sigurðardóttir biskup og Sr. Ingimar Helgason í messu í Prestsbakkakirkju (Ljósm. LM)

Sr. Agnes Sigurðardóttir, biskup, vísiteraði í Kirkjubæjarklaustursprestakalli í nóvember 2021. Biskupinn og föruneyti hennar heimsóttu allar sóknarkirkjurnar: Þykkvabæjarklausturskirkju, Grafarkirkju, Langholtskirkju, bænhúsið á Núpsstað, Kálfafellskirkju, Minningarkapellu Sr. Jóns Steingrímssonar og Prestsbakkakirkju þar sem var haldin messa. Einnig fór biskupinn í heimsókn í Kirkjubæjarskóla á Síðu og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla. 

Frétt og myndir má sjá á vefnum kirkjan.is.