Yfirlit frétta

Messa í Prestsbakkakirkju

Sunnudaginn 3. október 2021 verður messað í Prestsbakkakirkju klukkan 11:00. Sr. Ingimar Helgason þjónar og prédikar.

Við viljum sameinast

Tillaga um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi var samþykkt með 75% greiddra atkvæða í Skaftárhreppi. Nánari úrslit má sjá á svsudurland.is

4. okt 2021 Fundur um skóg - og skjólbeltarækt

Mánudaginn 4. október 2021 verður haldinn fundur á Hótel Klaustri. Fundurinn hefst kl. 20:00 Fundarstjóri er Sólveig Pálsdóttir

Kjósa má um sameininguna í öllum kjördeildum

Kjörfundur í Skaftárhreppi vegna kosninga til sameiningar Ásahrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Skaftárhrepps verður haldinn í Kirkjubæjarskóla frá kl. 10-19, 25. september 2021. Þeir íbúar Skaftárhrepps sem kjósa utankjörfundar eiga að geta kosið um sameiningu hreppanna hvar sem er á landinu en verða sjálfir að koma atkvæði sínu til kjörstjórnar Skaftárhrepps fyrir klukkan 19:00 á kjördag 25. september 2021.

Deiliskipulagstillaga - Hemrumörk

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 23. september til og með 4. nóvember 2021. Tillöguna má líka skoða hér í þessari frétt.

Sjúkraþjálfi á Klaustri 27. sept

Mánudaginn 27. sept. 2021 kemur sjúkraþjálfari frá Netsjúkraþjálfun á Kirkjubæjarklaustur. Bóka þarf tíma, skoðun er framkvæmd og búin til sérsniðin endurhæfingaráætlun.

Lokað á bókasafninu 22. og 23. sept 2021

Héraðsbókasafnið Kirkjubæjarklaustri verður lokað miðvikudaginn 22. sept. og fimmtudaginn 23. sept. 2021

Verkefnastyrkir frá SASS. Umsóknarfrestur til 5. okt

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða haustúthlutun 2021. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileyka atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi. Umsóknir skulu berast fyrir kl. 16.00 þann 5. október 2021.

Ólafía hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti í dag, á degi íslenskrar náttúru, Ólafíu Jakobsdóttur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent.

Viltu verða landvörður?

Landvarðarnámskeið verður haldið í febrúar 2022. Nú hefur fyrirtæki í Skaftárhreppi, Digriklettur ehf, boðist til að greiða námskeiðsgjöld fyrir tvö ungmenni úr heimabyggð, sem langar til að ná sér í landvarðaréttindi. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Fanney (fanney@vjp.is ) eða Jónu Björk (jonabjork@vjp.is) til að fá frekari upplýsingar.