Kirkjubæjarskóli á Síðu er grunnskóli Skaftárhrepps. Kirkjubæjarskóli er á Kirkjubæjarklaustri og þeir nemendur sem eiga heima í sveitunum koma í skólann með skólabíl. Mötuneyti er fyrir alla nemendur. Kirkjubæjarskóli tók til starfa í þessu húsnæði árið 1971 og þar með voru lagðir niður skólarnir sem höfðu verið í sveitunum. Kirkjubæjarskóli er í samstarfi við Tónlistarskóla Skaftárhrepps, sem er í sama húsi, og Héraðsbókasafnið sem er líka skólabókasafn Kirkjubæjarskóla. Nemendur koma flestir úr Heilsuleikskólanum Kærabæ og hafa skólarnir samstarf til að auðvelda væntanlegum nemendum grunnskólans að aðlagast þeim breytingum sem verða við skólaskiptin. Einkunnarorð skólans eru: Kærleikur, bjartsýni, samvinna
Skólastjóri: Valgeir J. Guðmundsson
Tölvupóstur:
Sími: 487 4633
Heimilisfang: Laugarvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustur
Allar nánari upplýsingar eru á vefnum: kbs.is