Sveitarstjórn og íbúar í Skaftárhreppi leggja allir mikið af mörkum til að vernda umhverfið, flokka vel og sóa sem minnstu.
Frá 23. maí 2022 verða allir íbúar og gestir í Skaftárhreppi að skila sorpi flokkuðu á gámavöllinn á Klaustri eða grenndarstöðvar. Markmiðið er að sem minnst verði urðað. Í haust tekur við nýtt kerfi þar sem verður greitt fyrir endurvinnanlegt sorp.
Gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri er opinn alla daga þar á að skila: málmi, byggingarúrgangi, spilliefnum, heimilistækjum og mörgu fleiru. Hægt er að ganga inn á gámavöllinn eða skila í endurvinnslubarinn. Skilaskyldar umbúðir má setja í ker við endurvinnslubarinn. Gámavöllurinn er opinn bílum og vaktmaður sem aðstoðar við flokkun:
Þriðjudaga 10 til 14 Fimmtudaga 14 til 18 Laugardaga 10 til 14
Á öllum grenndarstöðvum má skila:
Pappírinn þarf að vera þurr og má fara beint í gáminn, þarf ekki að vera í poka.
Plastið þarf að vera hreint og má fara laust í gáminn, þarf ekki að vera í poka.

5 cm miði, 60 kr. 10 - 20 lítra pokar
Stærri miði, 90 kr, 25 - 45 lítra pokar
Kaupa þarf gula miða á Skaftárstofu Klaustri eða Skrifstofu Skaftárhrepps og líma á poka með lífrænum úrgangi

5 cm miði, 205 kr. 20-35 lítra

Stór miði 700 kr. 80 - 120 lítra
Greiða þarf fyrir óflokkað sorp sem þarf að urða.
Kaupa á miða á Skaftárstofu Klaustri eða skrifstofu Skaftárhrepps og líma á pokana.

Hér má sjá upplýsingar um verkefnið, verð fyrir límmiðana og staðsetningu grenndargámanna.

Um fyrirtæki gilda svipaðar reglur en hvert fyrirtæki er hvatt til að skoða hvaða lausnir henta best í sorphirður og sorpförgun.

Ný lög um sorpmál taka gildi 1. janúar 2023
og eru allir hvattir til að kynna sér þau lög. Í 12. grein laganna er kveðið á um að það verði ekki heimilt að brenna né urða endurvinnanlegt sorp.
Á Gámavellinum á Kirkjubæjarklaustri er endurvinnslubar þar sem hægt er að skila sorpi allan sólarhringinn. Á myndinni sést vel hverju á að skila hvar.


Ef þú vilt ræða eða spyrja um sorpmál í Skaftárhreppi er hópur á facebook fyrir slíkt: Sorpmál í Skaftárhreppi.
Sorphirðing og sorpförgun er á vegum sveitarfélagins. Í ársbyrjun 2020 voru lausir samningar við Íslenska gámafélagið og tóku þá nokkrir verktakar í Skaftárhreppi við verkefninu.
Unnið er að þróunarverkefni í samstarfi við ReSource International og Háskóla Íslands. Skaftárhreppi er skipt upp í svæði og fá íbúar mismunandi þjónustu. Sendir voru út spurningalistar áður en átakið byrjaði og svo verða íbúar spurðir aftur síðar. Markmiðið er að auka flokkun, minnka förgun og nýta lífrænan úrgang í héraði. Einnig er markmið að reyna að draga sem mest úr kostnaði við sorphirðu. Í Skaftárhreppi eru miklar vegalendir og því dýrt að sækja sorp heim á hvern bæ.
Umsjónarmaður sorpmála í Skaftárhreppi er skipulags- og byggingarfulltrúi. Vinsamlegast hafið samband ef einhverju er ábótavant í netfangið: bygg (hja) klaustur.is eða hringið á skrifstofu Skaftárhrepps.
Smellið á myndirnar til að lesa skýrslurnar: