Yfirlit frétta

Leikskólakennari óskast á Kærabæ á Klaustri

Búið er að ráða í þessa stöðu. Leikskólakennara vantar í 100% starf í Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.

Laus er til umsóknar staða slökkviliðsstjóra

Laus er til umsóknar staða slökkviliðsstjóra í Skaftárhreppi. Um er að ræða 30% starfshlutfall. Leitað er að drífandi einstaklingi með mikið frumkvæði. Nánari upplýsingar og umsóknir berist á sveitarstjori@klaustur.is

Laus kennarastaða frá 1. janúar 2022 við Kirkjubæjarskóla

Lengdur umsóknarfrestur til 14. september 2021. Leitað er eftir kennara sem getur tekið að sér umsjón á unglingastigi með áherslu á kennslu í stærðfræði og náttúrugreinum á efsta stigi frá 1. janúar 2022.

Laust starf stuðningsfulltrúa við Kirkjubæjarskóla

Laust er 50% starf stuðningsfulltrúa við Kirkjubæjarskóla á Síðu veturinn 2021-2022 Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum og/eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Senda skal umsóknir til skólastjóra Katrínar Gunnardóttur á netfangið skolastjori@klaustur.is. Fyrirspurnir um starfið skal einnig senda á sama netfang.

Laust starf móttökuritara og bókara

Laust er til umsóknar starf móttökuritara og bókara á skrifstofu Skaftárhrepps. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Starfsstöð skrifstofu Skaftárhrepps er á Kirkjubæjarklaustri. Frekari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í síma 487-4840 eða á netfangið sveitarstjori@klaustur.is

Hvar ertu á kjörskrá?

Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 20. ágúst nk. hefur ekki áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 20. ágúst eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Forsendur tillögu um sameiningu

Upplýsingar um sveitarfélögin fimm og þær forsendur sem liggja að baki tillögu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps má lesa á vefnum Sveitarfélagið Suðurland

Helsingjarnir voru frelsinu fegnir

Sveitarstjórn Skaftárhrepps ákvað að taka þátt í rannsóknum á varpi og fjölgun helsingja í Skaftárhreppi. Sveitarstjórin keypti gps tæki á einn fugl sem fékk nafnið Laki.

Íslenskunámskeið í fjarkennslu/online

Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021 Skráning á www.fraedslunet.is Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu. Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Opnað hefur verið fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu um sameiningu Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis .