Yfirlit frétta

Opnunartími gámavallar

Opið alla daga fyrir skil á heimilissorpi. Hægt er að ganga inn á gámavöllinn eða skila í endurvinnslubarinn. Gámavöllurinn allur er opinn og vaktmaður sem aðstoðar við flokkun: Þriðjudaga 10 til 14 Fimmtudaga 14 til 18 Laugardaga 10 til 14

Laust starf á Kærabæ á Klaustri

Laust er til umsóknar tímabundið starf á Heilsuleikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða tímabundna afleysingu 100 % starf, frá 3. ágúst 2021 til 1. nóvember 2022. Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.

Leikskólakennari óskast á Kærabæ á Klaustri

Leikskólakennari í 100% starf vantar til starfa fyrir skólaárið 2021-2022 í Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri.

Nýsköpunarverkefni á Klaustri fékk 8,5 milljóna styrk

Markmið verkefnisins er að mæla kolefnisforða ásamt CO2 flæði úr þurrlendisjarðvegi valinna landgerða í Skaftárhreppi og þannig er hægt að áætla heildarlosun eða bindingu úr þessum vistgerðum með nokkuð góðri vissu. Um er að ræða ársverkefni, verkefnisstjóri er Rannveig Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, sem hefur vinnuaðstöðu á Kirkjubæjarstofu - þekkingarsetri í Skaftárhreppi

Messa í Minningarkapellunni

Sunnudaginn 2. maí klukkan 14:00 verður messa í Minningarkapellu Sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarskóli fékk 800 þús kr styrk úr Sprotasjóði

Kirkjubæjarskóli hefur, í samstarfi við ráðgjafa- og rannsóknafyrirtækið RORUM ehf, fengið styrk frá Sprotasjóði að upphæð kr. 800.000 fyrir þróunarverkefnið Staðarvitund og geta til aðgerða – leiðir til að skapa lærdómssamfélag í grunnskóla í brothættri byggð.

Þau mæta aftur með myndavélarnar 27. og 28. apríl 2021

Kvikmyndataka verður við grunnskólann þriðjudaginn 27. apríl og við Kirkjuhvol miðvikudaginn 28. apríl.

Breyting á skipulagi á læknisreit og áfangastað í Eldhrauni

Auglýsing um tillögur að deiliskipulagsbreytingum á Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri og Áningastaðar í Eldhrauni.

Íþrótta og tómstundastyrkur

Foreldrar eru hvattir til að senda inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 31.júlí 2021. Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021. Með framlengdum umsóknarfresti er hægt að sækja um fyrir sumarið 2021.

Verkefnisstjóri óskast, umsóknarfrestur til 3. maí 2021

Auglýst er eftir metnaðarfullum og framsæknum einstaklingi til að leiða verkefnið: Stafrænt Suðurland. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2021. Verkefnastjóri getur valið meginstarfsstöð á bæjarskrifstofu sveitarfélaganna fimm sem eru aðilar að verkefninu, en mun jafnframt hafa aðgang að starfsaðstöðu í öllum byggðakjörnum svæðisins.