Kirkjustarf

Skaftárhreppur er eitt prestakall sem heitir Kirkjubæjarklaustursprestakall. Prestssetrið er á Kirkjubæjarklaustri. Það eru fjórar sóknir: Grafarsókn í Skaftártungu, Langholtssókn í Meðallandi, Þykkvabæjarklausturssókn í Álftaveri og Prestsbakkasókn á Síðunni. 

Kirkjurnar eru margar enda sveitin stór og var áður mjög ógreiðfært á milli staða: Talið frá vestri eru kirkjurnar Þykkvabæjarklausturkirkja í Álftaveri, Grafarkirkja í Skaftártungu, Langholtskirkja í Meðallandi, Prestsbakkakirkja á Síðu, Kálfafellskirkja í Fljótshverfi. En það eru fleiri guðshús: Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri, Bænhúsið á Núpsstað, og kapella Hjúkrunar og dvalarheimilisins á Klausturhóla.               

Minningarkapella St. Jóns Steingrímssonar

Á facebook er síða sem heitir: Kirkjubæjarklaustursprestakall. Þar er deilt fréttum af því sem er á döfinni hverju sinni.

Prestur er sr. Ingimar Helgason

ingimar.helgason (hja) kirkjan.is

Sími: 696 8707

Viðtalstími eftir samkomulagi.

Skrifstofa sóknarprests er í Prestsbústaðnum 

Organisti og kórstjóri er Zbigniew Zuchowicz

 

Fréttabréf og auglýsingar

Vísitasía biskups Íslands nóvember 2021

Dagskrá kirkjustarfs okt - des 2021