Félög

Félagsstarf í Skaftárhreppi er af ýmsum toga. Þar leggur hver íbúi til það sem hann hefur fram að færa. Nokkrar samkomur eru haldnar árlega og er það þá ýmist nefndarmenn á vegum sveitarfélagsins, félagsmenn í félögunum eða áhugafólk sem sér um atburðina. Nokkrar slíkar samkomur má  nefna. Þorrablót er haldið á Klaustri og í félagsheimilinu Tunguseli, sumardeginum fyrsta er fagnað á Klaustri, boðað er til samkomu á Klaustri og í Tunguseli á þjóðhátíðardaginn. Réttir eru í öllum gömlu hreppunum og mæta þar allir sem vettlingi geta valdið. Á haustin hefur svo verið haldin Uppskeru- og þakkarhátíð um mánaðamótin október og nóvember og svo er jólamarkaður í nóvember og jólatréskemmtun fyrir börnin milli jóla og nýjárs. Á gamlárskvöld koma sveitungarnir saman við áramótabrennu á Klaustri og Björgunarsveitin heldur glæsilega flugeldasýningu. Ýmislegt fleira er á döfinni sem fer eftir áhuga og elju íbúa hverju sinni. 

Hér eru talin upp þau félög sem eru starfandi Upplýsingar um félagið á vef eða fb.síðu Er félagið opið nýjum félögum?
Björgunarsveitin Kyndill er með aðstöðu á Klaustri. Björgunarsveitin Kyndill
Björgunarsveitin Stjarnan er með aðstöðu í Gröf í Skaftártungu Björgunarsveitin Stjarnan
Kvenfélagið er opið konum í Skaftárhreppi en flestar búa í Landbroti og á Klaustri Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps
Kvenfélagið var stofnað af konum í Hörgslandshreppi en er opið öllum konum Kvenfélagið Hvöt
Hestamannafélagið Kópur er opið öllum Hestamannafélagið Kópur
     
Ungmennafélagið stendur fyrir æfingum fyrir börn og fullorðna, úti og inni. Ungmennafélagið Ármann
Ungm.fél Skafti í Skaftártungu og Álftaveri  Ungmennafélagið Skafti
Félagið hefur aðstöðu á Klaustri en er opið fólki úr öllum hreppnum Félag eldri borgara
Skógræktarfélagið Mörk, félagið er hluti af Skógræktarfél. Ísl www.skog.is/skograektarfelagie-moerk/
Rauði kross Íslands. Klausturdeild.  www.raudikrossinn.is
     

Maður er manns gaman!