Auglýsingar v/skipulagsmála

Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsingar um skipulagsmál

Nýtt aðalskipulag fyrir Skaftárhreppur.

Athugasemdafrestur er framlengdur til 11. ágúst 2022. Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031. Heildarendurskoðun

Viltu byggja á Klaustri?

Lausar lóðir á Skriðuvöllum á Kirkjubæjarklaustri, við læknisbústaðinn.

Vantar þig aukavinnu, allt frá slætti til stórra verka

Skaftárhrepp vantar fólk á skrá til að hjálpa til með ýmis minni verkefni. Einstaklingar, verktakar bændur og búalið, látið heyra frá ykkur.

Lukkulegur íbúi kaupir miða á óflokkað sorp og lífrænt

Skaftárstofa selur límmiða til að setja á sorppoka. Frá og með 23. maí 2022 á að merkja almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna með rauðum miða en lífrænt sorp með gulum miða. Annað efni fer í flokkunargámana og þarf ekki að merkja. Markmiðið er að flokka sem mest svo lítið þurfi að urða. Það er opið á Skaftárstofu í félagsheimilinu á Klaustri frá 9:00 - 15:30

Deiliskipulag á Efri-Ey II og III og Snæbýli I

Deiliskipulag – Efri Ey II og III, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta og tengd starfsemi. Deiliskipulag – Snæbýli I, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta.

Framkvæmdaleyfi fyrir Hnútuvirkjun í Hverfisfljóti

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á fundi sínum 27. apríl 2022 veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Hnútuvirkjun í Hverfisfljóti skv. framlögðum gögnum.

Útboð: Áhalda og flokkunarhús á Stjórnarsandi

Skaftárhreppur óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, sökkla og reisingu áhalda- og flokkunarhúss á Stjórnarsandi neðan Gámavallar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri fyrir kl. 11.00 föstudaginn 20. maí 2022 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkið felur í sér jarðvegsskipti, steypa sökkla og að reisa stálgrindarhús, einangra það og klæða að utan sem innan.

Plokk og pylsur 22. apríl 2022

English below. Föstudaginn 22. apríl höldum við plokkdag á Klaustri og nágrenni. Þann dag hvetjum við alla til að fara út að plokka rusl. Hægt verður að fá afhenta poka í brennslunni á föstudagsmorgun og aukaopnun verður á gámavellinum frá klukkan 12:00 til 14:00 þar sem ungir sem aldnir geta afhent afrakstur plokksins.