Myndlistarsýning og söfnun út vikuna. Ratleik lýkur.

Enn er tækifæri til að sjá myndlistarsýningu Ragnhildar Ragnarsdóttur.
Enn er tækifæri til að sjá myndlistarsýningu Ragnhildar Ragnarsdóttur.

Uppskeru- og þakkarhátíðin okkar var að mestu blásin af þetta árið en við getum þó glaðst yfir myndlistarsýningunni, ratleiknum, sýningunni í skólanum og körfuboltaleiknum. Einnig er tækifæri til að láta gott af sér leiða og leggja fjölskyldu lið.

Myndlistarsýning Ragnhildar Ragnarsdóttur verður uppi þessa viku á Kirkjubæjarstofu. Það er opið á opnunartíma skrifstofu Skaftárhrepps. Myndirnar eru allar til sölu.

Ratleiknum lýkur í dag, 22. nóv.  en það má skila miðunum á Skaftárstofu til 25. nóvember 2021. Veglegir vinningar í boði. Á báðum stöðum eru söfnunarbaukar til styrktar Kristínu Pálu og fjölskyldu. Einnig má leggja inn á reikning sem er á nafni Sveitabraggans nr. 0317 - 26 - 5656, kt. 560113 - 0560. Þuríður Helga Benediktsdóttir mun sjá um að koma söfnunarfé til Kristínar Pálu.

Söfnuninni lýkur föstudaginn 26. nóvember 2021.