Ratleik lokið - verðlaunahafar!

Erla Þórey, landvörður, og Fanney, þjóðgarðsvörður, draga út vinningshafana.
Erla Þórey, landvörður, og Fanney, þjóðgarðsvörður, draga út vinningshafana.
Vatnajökulsþjóðgarður stóð fyrir metnaðarfullum ratleik í tengslum við Uppskeru- og þakkarhátíðina í Skaftárhreppi. Þátttakendur áttu að leita fjárrétta um alla sveit. Það var góð þátttaka og leiknum lokið. Sjá má á facebooksíðu Skaftárstofu þegar verðlaunahafarnir voru dregnir út.  Verðlaunin voru í þremur flokkum: Stóra-Lat, Mið-Lat og Litla-Lat.. Vinninga má vitja á Skaftárstofu, gestastofu VJP sem er opin alla daga frá 09:00 - 15:30
 
Verðlaun fyrir Stóra-Lat:
  • Dót frá Random
  • Gönguleiðakort um Lakagígja, Langasjó og Eldgjá
  • Sápa frá Cafe Vatnajökull
  • Bókin: Our land frá Hrífunes gistiheimili
  • Gisting fyrir tvo á Hótel Laka
  • Jöklaganga með Glacier Adventure
  • Sigling á Fjallsárlóni
  • Útsýnisflug frá Atlandsflugi
Þeir sem unnu þessa flotta vinninga eru: Stefán Jónsson, Adrian Moskal, Magdalena Szeliska, Aron Hansen

 

Verðlaun fyrir Mið-Lat:
  • Dót frá Random
  • Gönguleiðakort um Lakagíga, Langasjó og Eldgjá
  • Innkaupapoki frá Kötlu Geopark
  • Þriggja rétta kvöldverður á Hótel Laka
  • Bókin: Our Land frá Hrífunesi gistiheimili
  • Tveggja rétta máltíð á Hotel Magna
  • Bókin Reykjanes frá Umhverfisstofnun
  • Gönguleiðir í Skaftárhreppi frá Kötlu geopark
  • Bókin: Klausturstígur
  • Gjafabréf í gistingu í Blágiljum
  • Sápa frá Cafe Vatnajökull
  • Bollar frá Kötlu geopark
Vinningshafarnir duglegu eru: Þórunn Júlíusdóttir, Aðalsteinn Óskar Örvarsson, Baldur Fannar Andrésson, Ægir Freyr Orrason

 

Verðlaun fyrir Litla-Lat
  • Dót frá Random
  • Gönguleiðakort um Laka, Langasjó og Eldgjá.
  • Bókin: Undir yfir dundu frá Kötlu Geopark.
  • Innkaupapoki frá Kötlu Geopark.
  • Gjafabréf frá Systrakaffi.
Sá heppni og duglegi er:  Heiðrún Hrund Sigurðardóttir.