Skipulags- og byggingarmál

Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð aðalskipulags og deiliskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd er falið að vinna málin með Skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsóknir um byggingarleyfi og breytingar á byggingum heyra undir skipulags- og byggingarnefnd. Erindi til nefndarinnar verða að berast tveimur dögum fyrir auglýstan fund.

Skipulags- og byggingarfulltrúi er 

Lausar lóðir, auglýsingar og fréttir um skipulagsmál

Rafrænt byggingarleyfi er sótt um á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar HMS á Byggingargátt 

Frekari upplýsingar gefur byggingarfulltrúi í síma 487 4840 eða tölvupósti bygg (hja) klaustur.is

Á vef Skipulagsstofnunar má sjá breytingar á skipulagi og þar er skipulagsvefsjá til að skoða gildandi skipulag. Þar eru einnig auglýsingar um mál sem verið er að kynna og auglýsingar þegar búið er að breyta aðalskipulagi í sveitarfélagi.

Byggingarreglugerð má lesa á vef Mannvirkjastofnunar  sem fer með yfirumsjón byggingarmála á Íslandi.

Kortavefur Sass er skemmtilegur og þá ekki síst kortið sem sýnir lóðir og landamörk og svo annað sem er Landeignaskrá Þjóðskrár. Til að þysja inn (stækka kortið) þarf að hægri smella og velja þysja inn/þysja út.

Húsnæðisáætlun Skaftárhrepps 2024 er fróðlegt rit um  íbúafjölda og þörf fyrir nýbyggingar í Skaftárhreppi. 

 

Gögn sem þurfa að berast áður er byggingarleyfi er gefið út

  • skráningartafla
  • uppáskrift byggingarstjóra (pdf og word)
  • ábyrgðartrygging byggingarstjóra frá tryggingarfélagi
  • undirrituð yfirlýsing löggiltra meistara (pdf og word)
  • tilnefning hönnunarstjóra (pdf og word)
  • endanlegur aðaluppdráttur, undirritaður af aðalhönnuði í þríriti
  • séruppdráttur
  • burðarþol
  • lagnir
  • rafmagn

Eyðublöð og reglur sem varða skipulags og byggingarmál

 

 

 

Með auglýsingu um skipulagsbreytingar fylgja gögn eins og kort, skýrslur og lýsing á verkinu.