Skipulags- og byggingarmál

Sveitarstjórn ber ábyrgð á gerð aðalskipulags og deiliskipulags. Skipulags- og byggingarnefnd er falið að vinna málin með Skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsóknir um byggingarleyfi og breytingar á byggingum heyra undir skipulags- og byggingarnefnd. Erindi til nefndarinnar verða að berast tveimur dögum fyrir auglýstan fund.

Skipulags- og byggingarfulltrúi er Ólafur Elvar Júlíusson.

Rafrænt byggingarleyfi er sótt um á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar HMS á Byggingargátt 

Frekari upplýsingar gefur byggingarfulltrúi í síma 487 4840 eða tölvupósti bygg (hja) klaustur.is

Á vef Skipulagsstofnunar má sjá breytingar á skipulagi og þar er skipulagsvefsjá til að skoða gildandi skipulag. Þar eru einnig auglýsingar um mál sem verið er að kynna og auglýsingar þegar búið er að breyta aðalskipulagi í sveitarfélagi.

Byggingarreglugerð má lesa á vef Mannvirkjastofnunar  sem fer með yfirumsjón byggingarmála á Íslandi.

Kortavefur Sass er skemmtilegur og þá ekki síst kortið sem sýnir lóðir og landamörk og svo annað sem er Landeignaskrá Þjóðskrár. Til að þysja inn (stækka kortið) þarf að hægri smella og velja þysja inn/þysja út.

Gögn sem þurfa að berast áður er byggingarleyfi er gefið út

  • skráningartafla
  • uppáskrift byggingarstjóra (pdf og word)
  • ábyrgðartrygging byggingarstjóra frá tryggingarfélagi
  • undirrituð yfirlýsing löggiltra meistara (pdf og word)
  • tilnefning hönnunarstjóra (pdf og word)
  • endanlegur aðaluppdráttur, undirritaður af aðalhönnuði í þríriti
  • séruppdráttur
  • burðarþol
  • lagnir
  • rafmagn

Eyðublöð og reglur sem varða skipulags og byggingarmál

 

 

Auglýsingar og fréttir um skipulags- og byggingarmál sem birst hafa á klaustur.is

Skipulags og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps

25. nóvember 2020  Sveitarstjórn Skaftárhrepps auglýsir hér með skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Áformað er að reisa allt að 9,3 MW rennslisvirkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi. Fyrirhugað virkjunarsvæði er alfarið innan landareignar Dalshöfða í Skaftárhreppi.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega til Skaftárhrepps , Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is fyrir 16. desember 2020

Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps    Ólafur E. Júlíusson

 

 


Hnútuvirkjun, lýsing


Auglýsing um lausar lóðir á Kirkjubæjarklaustri.

Lausar eru 8 lóðir á LÆKNISREIT á Kirkjubæjarklaustri. Hér er deiliskipulag  læknisreitsins og nánari upplýsingar um legu lóðanna og hvernig hús má byggja á hverri lóð. Teikning sem sýnir lóðirnar betur. Umsóknarfrestur er til 15. okt 2020

 

Hafið er mat á áhrifum vindorkugarðs á Grímsstöðum í Meðallandi

Kynning að drögum að tillögu að matsáætlun.

Öllum er frjálst að senda inn ábendingaR eða athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið haukur (hja) mannvit.is  Frestur til að gera athugasemdir er til 16. nóvember 2020