Yfirlit frétta

Íbúðabyggð við læknisbústaðinn - breyting

Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri. Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir og 3ja íbúða raðhúsalóð í 4ja íbúða raðhúsalóð. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi.

Skólinn okkar er 50 ára

Kirkjubæjarskóli á Síðu var vígður 30. október 1971 og fagnar því fimmtíu ára afmæli.

Fjölskylduguðsþjónusta 24. okt 2021

Sunnudaginn 24. okt kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Minningarkapellunni.

Kynningarfundir Byggðastofnunar

Byggðastofnun veitir langtímalán til reksturs fyrirtækja. Byggðastofnun getur í raun lánað í öll þau verkefni þar sem verið er að búa til atvinnu, hvort sem það er skartgripagerð eins aðila eða hótelrekstur.

Sálfræðingur óskast

Sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021.

466. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn 21. október nk. kl. 15:00 - beint streymi

Uppskeru- og þakkarhátíð 2021

12. 13. og 14. nóvember verður Uppskeru- og þakkarhátíð 2021 í Skaftárhreppi. Að þessu sinni munum við heimsækja fólk í Skaftártungu og Álftaveri. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Takið dagana frá! Menningarmálanefnd Skaftárhrepps

Það á að laga heita pottinn og vaðlaugina

Heiti potturinn og vaðlaugin verða lokuð vegna viðgerða mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku, dagana 18. - 20. október 2021

Fyrsta steypan í Gestastofu VJP

Fyrsti steypubíllinn kominn með steypu í grunninn fyrir Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur.

Áttu rétt á jöfnunarstyrk vegna náms?

Umsóknarfrestur til 15. okt 2021