Yfirlit frétta

Flugeldasýning kl. 21:00 á gamlárskvöld

Björgunarsveitin Kyndill þakkar fyrir veittan stuðning og minnir á að flugeldasýning verður haldin á Stjórnarsandi kl 21.00 í kvöld gamlársdag. Munum eftir sóttvörnum og höldum fjarlægð við næsta bíl.

Sundlaugin er lokuð- pottar og sturtur í lagi

Hitakerfið fyrir sundlaugina er bilað og því er sundlaugin lokuð. Heitu pottarnir og sturturnar verða opnar næstu daga eins og auglýst var frá 11 -20 dagana 29. des og 30. des 2020. Lokað á gamlársdag og nýjársdag.

Jólakveðja frá Skaftárhreppi

Skrifstofa Skaftárhrepps - jól og áramót

Kortlagning á húsnæði fyrir störf án staðsetningar

Í sem flestum sveitarfélögum verður leitað eftir húsnæði fyrri störf án staðsetningar. Í Skaftárhreppi mun Kirkjubæjarstofa - þekkingarsetur geta tekið þátt í því verkefni þegar flutt verður í nýtt húsnæði í janúar 2021

Opnunartími sundlaugarinnar á Klaustri

Hér er opnunartími sundlaugarinnar á Kirkjubæjarklaustri um jól og áramót 2020.

Landvörslunámskeið

Landvarðanámskeið Umhverfisstofnunar verður í fjarnámi í feb. 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 4. janúar 2021 og er skráningarfrestur til 11. janúar 2021. Sjá nánar á vef https://www.ust.is/nattura/landvarsla/landvorslunamskeid/

Kjarval - opnunartími út des 2020

Hér er opnunartíminn í Kjarval á Kirkjubæjarklaustri yfir jólin 2020. Verslunin lokar frá og með 31. desember 2020. Eftir það bíður Krónan fólki að panta vörur og fá þær sendar með póstbíl á Klaustur.

Bílabíó 18. des 2020 föstudagskvöld

Það verður bílabíó á planinu við íþróttahúsið á Kirkjubæjarklaustri kl 19:30, föstudagskvöldið 18. des 2020 Shrek vill líka vera með svo við ætlum að byrja 19:30 á 25 mínútna mynd fyrir börnin og svo byrjar Christmas Vacation kl 20.00 Færðum yfir á föstudagskvöld af ýmsum ástæðum.

Handverk og lambakjöt

Föstudaginn 11. desember verður opið í Handverksbúðinni frá kl. 14 -16 og svo verður sala á lambakjöti frá Handverkssláturhúsinu í Seglbúðum í Randombúðinni frá kl 14 - 17:30 sama dag. The 11th of December Handverksbúð will be open from 14:00 - 16:00. Also it will be lambmeat in Random Klaustur búð where you can buy meat from Seglbúðum, open 14:00 - 17:30.