Yfirlit frétta

Grenndarstöðvar tilbúnar í öllum sveitum

Núna eru grenndarstöðvarnar tilbúnar til notkunar og strákarnir sækja tunnurnar á næstu 3 dögum. Þurfum að sækja tunnur í Álftaver, Skaftártungu, Meðalland, Landbrot og á Klaustri og nágrenni.

Lukkulegur íbúi kaupir miða á óflokkað sorp og lífrænt

Skaftárstofa selur límmiða til að setja á sorppoka. Frá og með 23. maí 2022 á að merkja almennt sorp sem ekki er hægt að endurvinna með rauðum miða en lífrænt sorp með gulum miða. Annað efni fer í flokkunargámana og þarf ekki að merkja. Markmiðið er að flokka sem mest svo lítið þurfi að urða. Það er opið á Skaftárstofu í félagsheimilinu á Klaustri frá 9:00 - 15:30

Íþróttamiðstöðin og sundlaugin lokuð/closed 23. -29. maí 2022

Vegna viðgerða verður Íþróttamiðstöðin á Kirkjubæjarklaustri lokuð frá 23. maí til og með 29. maí. Verið er að lagfæra klefana og sundlaugina. Lokað er í líkamsræktinni líka. Due to repairs, the sports center at Kirkjubæjarklaustur will be closed from 23 May until 29 May. The cabins and swimming pool are being repaired. The gym is also closed.

Klausturhóladagurinn 4. júní 2022

4. júní 2022 á milli 14 - og 17 verður Klausturhóladagurinn. Þá er öllum boðið að koma á Hjúkrunar- og dvalarheimilið á Kirkjubæjarklaustri.

Sumarblómin til sölu á Klaustri, pantið fyrir 22. maí

Kvenfélagið Hvöt verður með blómasölu í næstu viku 23. maí - 27. maí á Klaustri. Panta þarf fyrir sunnuddaginn 22. maí 2022

Deiliskipulag á Efri-Ey II og III og Snæbýli I

Deiliskipulag – Efri Ey II og III, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta og tengd starfsemi. Deiliskipulag – Snæbýli I, Skaftárhreppi – Ferðaþjónusta.

Sveitarstjórnin sem kveður

Síðasti fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps á liðnu kjörtímabili var haldinn 11. maí 2022.

Messa 15. maí 2022 í Minningarskapellunni

Messað verður í Minningarkapellunni nú á sunnudaginn 15. maí klukkan 14:00.

Úrslit kosninga til sveitarstjórnar í Skaftárhreppi

Ö listi Öflugt samfélag 218 atkvæði D listi Sjálfstæðismanna og óháðir 76 atkvæði

Ö listinn - Öflugt samfélag býður fram til sveitarstjórnar

Kæru sveitungar. Ö listinn-Öflugt samfélag vill hvetja íbúa Skaftárhrepps til að nýta kosningaréttinn n.k. laugardaga, 14. maí 2022