Yfirlit frétta

Íþróttamiðstöðin á Klaustri lokar kl: 18:00 laugardaginn 23 apríl 2022

Íþróttamiðstöðin, og þar með sundlaugin, á Klaustri lokar kl 18:00 laugardaginn 23. apríl 2022 vegna árshátíðar starfamanna Skaftárhrepps. The sports center, including the swimming pool, at Klaustur closes at 18:00 on Saturday 23 April 2022 due to the annual celebration of Skaftárhreppur employees.

Bingó á Sumardaginn fyrsta

Bingó og kaffi í félagsheimilinu Kirkjuhvoli sumardaginn fyrsta, 21. apríl 2022.

Veistu um teikninguna af Kjarvalsbrúnni?

Veistu um teikningu sem Kjarval gerði af brú yfir Skaftá? Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur einhverjar vísbendingar í netfangið kynning@klaustur.is Gestastofa VJP, sunnan við Skaftá, rís hratt þessa dagana og verður húsið tilbúið áramótin 2022 og 2023. Þá vantar okkur bara brúna.

Íbúafundur um sorpmál í Skaftárhreppi

19. apríl 2022 verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Kirkjuhvoli kl. 20:00 . Tilgangur fundarins er að kynna nýtt úrgangsmeðhöndlunarkerfi í Skaftárhreppi í tengslum við tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi frá 2020.

Opnunartími Íþróttamiðstöðvarinnar um páskana

Opið verður í Íþróttamiðstöðinni og þar með sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri sem hér segir: Skírdag 12 -19, Föstudaginn langa er lokað, laugardaginn 14 - 19, Páskadag lokað, annan í páskum opið 12 - 19 Opening Hours in the Sportshall and the swimming pool during Easter: Thursday 14th open 12 -19, Friday 15th closed, Saturday 16th open 14 -19, Sunday 17th closed, Monday 18th open 12 -19

Páskabingó í Tunguseli

Páskabingó verður haldið í félagsheimilinu Tunguseli laugardaginn fyrir páska, þann 16.apríl nk. kl. 14:00.

Afmælisfagnaður Kirkjubæjarskóla

Fimmtudaginn 2. júní nk. verður haldin vor- og afmælishátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu. Skólinn varð 50 ára í október síðastliðnum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, verður í opinberri heimsókn í Skaftárhreppi þann sama dag og mun hann heiðra okkur með nærveru sinni.

Starfsfólki við leitina að klaustrinu vantar húsnæði í nokkrar vikur

Málið leyst, húsnæði fundið. Hópur fólks verður á Kirkjubæjarklaustri í sumar að grafa upp rústir nunnuklaustursins. Hópnum bráðvantar húsnæði frá 4. -29. júlí 2022.

474. fundur sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn 13. apríl kl. 13:00 - beint streymi

Tveir listar í framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í Skaftárhreppi 14. maí 2022.

Tveir listar verða í framboði í sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022 í Skaftárhreppi. Það er Ö listinn sem stendur fyrir öflugt samfélag og listi sjálfstæðismanna og óháðra.