Yfirlit frétta

Blíða og framkvæmdir

Það er blíða þessa dagana í Skaftárhreppir og framkvæmdir í fullum gangi. Þrir byggingarkranar voru sjáanlegir í vikunni.

Skólaliði óskast til starfa í Kirkjubæjarskóla

Laus störf skólaliða við Kirkjubæjarskóla - School assistants needed !

Leikskólakennari óskast á Kærabæ

Leikskólakennara vantar í 100% starf í Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára.

Aukafundur sveitarstjórnar - fundarboð

479. fundur Sveitarstjórnar Skaftárhrepps verður haldinn í fundaraðstöðu Kirkjubæjarstofu þekkingarseturs Klausturvegi 4, 2. hæð þriðjudaginn 9. ágúst 2022, kl. 17:00.

Nýr sveitarstjóri Skaftárhrepps

Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur ráðið Einar Kristján Jónsson sem sveitarstjóra og mun sveitarstjórnin staðfesta ráðningu hans á aukafundi þann 9. ágúst næstkomandi.

Trampólín námskeið fyrir börn!

Kasia ætlar að bjóða upp á trampólín námskeið fyrir börn 9. 11. og 12. ágúst 2022. Bregðist hratt við og skráið börnin fyrir klukkan 12 á mánudaginn 8. ágúst 2022.

Þeysum um svartan sandinn

Ný ferðaþjónusta á Arnardrangi í Landbroti, EagleRock ATV Tours, tók til starfa í sumar. Fyrirtækið Eaglerock býður upp á ferðir á fjórhjólum niður að vitanum við Skaftárós New and interesting company in Arnardrangur farm offer ATV Tours. The companies name is EagleRock ATV Tours. Arnardrangur farm is at road 204, 7 km away from Klaustur.

Leikskólakennara vantar í 100% starf deildarstjóra á Heilsuleikskólann Kærabæ

Leitað er eftir drífandi og metnaðarfullum einstaklingum til starfa á Heilsuleikskólann Kærabæ sem er staðsettur á Kirkjubæjarklaustri. Heilsuleikskólinn Kæribær er tveggja deilda leikskóli með heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til sex ára. Umsóknarfrestur til 19. ágúst 2022

Stuttar göngur um Verslunarmannahelgina á Klaustri

Um verslunarmannahelgina verður fræðsludagskrá við Skaftárstofu.

Messa á Núpsstað á sunnudaginn!

Um næstu helgi, sunnudaginn 31. júlí mun sr. Árni Þór Þórsson leiða messu í Bænhúsinu á Núpsstað. Meðlimir úr Kirkjukór Prestsbakkakirkju syngur undir stjórn organistans okkar Zbigniew Zuchowicz.