Þeysum um svartan sandinn

Spennandi tækifæri til að þeysa um svarta sandana við Skaftárósvita (Ljósm. eaglerock)
Spennandi tækifæri til að þeysa um svarta sandana við Skaftárósvita (Ljósm. eaglerock)

Ný ferðaþjónusta,  í Arnardrangi í Landbroti, EagleRock ATV Tours, tók til starfa í byrjun sumars. Fyrirtækið Eaglerock býður upp á ferðir á fjórhjólum frá Arnardrangi að vitanum við Skaftárós. Landslagið á þessu svæði er ólíkt öllu öðru þar sem eru stórir melkollar á svörtum sandi, strandlengjan sem geymir margan skipsskrokkinn og víðáttan þar sem sér til tveggja jökla. Vötnin byltast og breytast ár frá ári og birtan er oft ævintýraleg. Farið er að Skaftárósvita og þeir sem þora klifra upp. Sýningin í björgunarskýlinu segir sögu skipsstrandanna á Meðallandsfjörum og sögu verslunarinnar sem var rekin þarna, langt frá byggð, til ársins 1937.  Nýir ábúendur í Arnardrangi í Landbroti, Soffía og Björn, byrjuðu með ferðir á fjórhjólum í júní og stefna á að bjóða ferðir allt árið. Ferðirnar eru dagsferðir og svo hafa þau boðið upp á miðnæturferðir. Ferðaþjónustan er í mótun og um að gera að hafa samband til að kanna hvað er í boði. Allar upplýsingar má finna á vefnum eaglerock.is 


New and interesting ATV tours in Arnardrangur. Arnardrangur farm is at road 204, 7 km away from Klaustur. The family in Arnardrangur offer daytours on ATV for everyone. More info: eaglerock.is

Skaftárósviti