Blíða og framkvæmdir

Tveir kranar við gestastofuna og ef vel er gáð má sjá byggingarkrana við læknisbústaðinn upp við fja…
Tveir kranar við gestastofuna og ef vel er gáð má sjá byggingarkrana við læknisbústaðinn upp við fjallið lengst til hægri á myndinni. (Ljósm. JBJ)

Það er blíða þessa dagana í Skaftárhreppir og framkvæmdir í fullum gangi. Þrir byggingarkranar voru sjáanlegir í vikunni.

Verið er að byggja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Landbroti, beint á móti Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmdir ganga vel og var verið að setja forsteyptar einingar á húsið í vikunni.

Á Skriðuvöllum á Kirkjubæjarklaustri er verið að byggja tvo fjögurra íbúða hús og ef vel er að gáð má sjá byggingarkrana þar á lóðinni sem er rétt við læknisbústaðinn.