Messa í Minningarkapellunni

Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar  (Ljósm. LM)
Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar (Ljósm. LM)
Messa í Minningarkapellunni.
Sunnudaginn 2. maí 2021, klukkan 14:00, verður messa í Minningarkapellunni. sr. Ingimar Helgason þjónar og meðlimir úr kirkjukór Prestsbakkakirkju og Ásakórsins leiða okkur í fallegum söng undir stjórn og undirspili organistans okkar Zbigniew Zuchowicz.
 
Við virðum allar sóttvarnarreglur og verður handspritt við innganginn og grímuskylda meðan á athöfn stendur. Við biðjum ykkur líka að koma með miða með nafni, kennitölu og símanúmeri sem síðan verður eytt. Ef miðinn gleymist verður hægt að skrá sig við innganginn í kirkjunni.
 
Verið hjartanlega velkomin!