Auglýsingar v/skipulagsmála

Tvö tilboð bárust í byggingu gestastofunnar

Húsheild ehf í Mývatnssveit átti lægra tilboðið í byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri, tilboðið er 639,8 milljónir króna og var 13,6% yfir kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins, sem er á 563,1 milljónir króna. Ístak hf bauð einnig í verkið og var tilboð félagsins upp á 793,2 milljónir króna. Í opnunarskýrslu frá Ríkiskaupum segir að hún feli ekki í sér niðurstöðu útboðs, endanlegt val geti ráðist af fleiri valforsendum samkvæmt útboðsgögnum.

Breyting á skipulagi á læknisreit og áfangastað í Eldhrauni

Auglýsing um tillögur að deiliskipulagsbreytingum á Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri og Áningastaðar í Eldhrauni.

Byggingaframkvæmdir á Klaustri

Vinna við jarðvegsskipti, lagnir og gatnagerð við læknisbústaðinn á Kirkjubæjarklaustri hófst rétt fyrir páskana 2021.

Úboð á byggingu gestastofu VJÞ

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, kynnir opið útboð á uppbyggingu nýrrar Gestastofu Vatnajökulsþjóðarðs Kirkjubæjarklaustri.

Skipulagsbreytingar: Hrífunes, Flaga, Geirland

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 21.jan. til og með fimmtudeginum 4.mars 2021. Skipulagstillögurnar eru líka til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Skila skal athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.

Skipulags- og matslýsing vegna rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti.

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti. Þeir sem vilja koma með athugasemdir skili skriflega til Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is fyrir 16. desember 2020

Vindorkugarður á Grímsstöðum í Meðallandi

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun. Frestur til að gera athugasemdir er til 16. nóvember 2020. Drög að tillögu að matsáætlun má nálgast á vefsíðu Mannvits (www.mannvit.is)

Lausar lóðir á Klaustri

Lausar eru 8 lóðir til umsóknar og úthlutunar á LÆKNISREIT, Kirkjubæjarklaustri. Um er að ræða lóðir við læknisbústaðinn og Heilsugæsluna á Kirkjubæjarklaustri (sjá skýringaruppdrátt).