Auglýsingar v/skipulagsmála

Útboð: Áhalda og flokkunarhús á Stjórnarsandi

Skaftárhreppur óskar eftir tilboðum í jarðvinnu, sökkla og reisingu áhalda- og flokkunarhúss á Stjórnarsandi neðan Gámavallar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 4, 880 Kirkjubæjarklaustri fyrir kl. 11.00 föstudaginn 20. maí 2022 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkið felur í sér jarðvegsskipti, steypa sökkla og að reisa stálgrindarhús, einangra það og klæða að utan sem innan.

Veistu um teikninguna af Kjarvalsbrúnni?

Veistu um teikningu sem Kjarval gerði af brú yfir Skaftá? Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur einhverjar vísbendingar í netfangið kynning@klaustur.is Gestastofa VJP, sunnan við Skaftá, rís hratt þessa dagana og verður húsið tilbúið áramótin 2022 og 2023. Þá vantar okkur bara brúna.

Íbúafundur um sorpmál í Skaftárhreppi

19. apríl 2022 verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Kirkjuhvoli kl. 20:00 . Tilgangur fundarins er að kynna nýtt úrgangsmeðhöndlunarkerfi í Skaftárhreppi í tengslum við tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi frá 2020.

Nýtt einbýlishús á Klaustri

Það eru ánægjuleg tíðindi að flutt var inn í nýtt einbýlishús á Kirkjubæjarklaustri nýlega. Það er fyrst einbýlishúsið sem er byggt í þorpinu í tæp tuttugu ár.

Skrifað undir samning um snjallar úrgangslausnir í Skaftárhreppi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, skrifuðu í vikunni undir verksamning um tilraunaverkefni um raungjaldtöku fyrir meðhöndlun úrgangs á grenndarstöðvum.

Lausar lóðir við læknisbústaðinn á Klaustri

Lausar lóðir Læknisreit á Kirkjubæjarklaustri. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 4. mars 2022

Íbúafundi um skipulagsmál - beint streymi

Boðum til íbúafundar/kynningarfundar á endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Skaftárhrepp 2019-2031 Íbúafundinn verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar, klukkan 20:00 í Kirkjuhvoli. Fundinn átti að halda mánudagskvöldið 21. feb en en veðurspá er slæm og því er fundinum frestað um einn sólarhring.

Aðalskipulagsbreyting vegna Hnútuvirkjunar

Auglýst er hér breyting á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 469.fundi sínum þann 20.janúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs.

Kynning á vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031