Auglýsingar v/skipulagsmála

Íbúafundur um sorpmál í Skaftárhreppi

19. apríl 2022 verður haldinn íbúafundur í félagsheimilinu Kirkjuhvoli kl. 20:00 . Tilgangur fundarins er að kynna nýtt úrgangsmeðhöndlunarkerfi í Skaftárhreppi í tengslum við tilraunaverkefni sem hefur verið í gangi frá 2020.

Nýtt einbýlishús á Klaustri

Það eru ánægjuleg tíðindi að flutt var inn í nýtt einbýlishús á Kirkjubæjarklaustri nýlega. Það er fyrst einbýlishúsið sem er byggt í þorpinu í tæp tuttugu ár.

Skrifað undir samning um snjallar úrgangslausnir í Skaftárhreppi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra, og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, skrifuðu í vikunni undir verksamning um tilraunaverkefni um raungjaldtöku fyrir meðhöndlun úrgangs á grenndarstöðvum.

Lausar lóðir við læknisbústaðinn á Klaustri

Lausar lóðir Læknisreit á Kirkjubæjarklaustri. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 4. mars 2022

Íbúafundi um skipulagsmál - beint streymi

Boðum til íbúafundar/kynningarfundar á endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Skaftárhrepp 2019-2031 Íbúafundinn verður haldinn þriðjudaginn 22. febrúar, klukkan 20:00 í Kirkjuhvoli. Fundinn átti að halda mánudagskvöldið 21. feb en en veðurspá er slæm og því er fundinum frestað um einn sólarhring.

Aðalskipulagsbreyting vegna Hnútuvirkjunar

Auglýst er hér breyting á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á 469.fundi sínum þann 20.janúar 2022 óverulega breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps í landi Hæðargarðs.

Kynning á vinnslutillögu að nýju Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2019-2031

Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 var opinn kynningarfundur um svæðisskipulag Suðurhálendisins haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.

Íbúðabyggð við læknisbústaðinn - breyting

Deiliskipulagsbreyting – Íbúðabyggð við Læknisbústað, Kirkjubæjarklaustri. Gerð er breyting á deiliskipulagi Læknisbústaðar sem samþykkt var 19.12.2019 og felur breytingin í sér að breyta tveimur einbýlishúsalóðum í tvær fjölbýlishúsalóðir og 3ja íbúða raðhúsalóð í 4ja íbúða raðhúsalóð. Skortur er á minna húsnæði á Kirkjubæjarklaustri sbr. húsnæðisáætlun Skaftárhrepps. Að öðru leyti gilda skilmálar úr gildandi skipulagi.