Skipulags- og matslýsing vegna rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti.

Hverfisfljót (Ljósm. LM)
Hverfisfljót (Ljósm. LM)

  Skaftárhreppur  logo Skaftárhrepps

 

Skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti.   

Skýrslan er hér

Sveitarstjórn Skaftárhrepps auglýsir hér með skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Áformað er að reisa allt að 9,3 MW rennslisvirkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi. Fyrirhugað virkjunarsvæði er alfarið innan landareignar Dalshöfða í Skaftárhreppi.

Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega til Skaftárhrepps , Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri eða á netfangið bygg@klaustur.is fyrir 16. desember 2020

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps

Ólafur E. Júlíusson