Skipulagsbreytingar: Hrífunes, Flaga, Geirland

Skipulagsmál í Skaftárhreppi

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

  1. Breyting á aðalskipulagi í Hrífunesi., Landnr. 163371 Sjá greinargerð og skipulagsuppdrátt

Um er að ræða breytingu þar sem gert er ráð fyrir stækkun á verslunar- og þjónustusvæðis (V2) við Hrífunes, svæðið stækki úr 19 ha í 46 ha og frístundabyggðarsvæði í Hrífunesi (F3) minnkar úr 258 ha í 233 ha.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  2. Deiliskipulagstillaga fyrir Hrífunes, Landnr. 163373 Sjá skipulagsuppdrátt

Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er landnotkun fyrir Hrífunes (Landnr. 163373) skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði.

Núverandi byggingar á lóðinni eru Gistihús byggt 1947 (Mhl 04), Gisthús byggt 1954 (Mhl 03) og Gistihús byggt 2014 (Mhl 05).

Skilgreindur er nýr byggingarreitur samtals 375 m2 fyrir viðbyggingu/stakstæða byggingu austanmegin við núverandi gistihús (Mhl 04). Byggingin rúmar gistiherbergi ásamt íbúð fyrir staðarhaldara. Byggingin er einnar hæðar með kjallara. Leyfilegt byggingarmagn á reitnum er 420 m2.

  3. Deiliskipulagstillaga fyrir Hrífunes, Landnr. 213047 Sjá skipulagsuppdrátt

Deiliskipulagið nær til verslunar og þjónustusvæðis á lóð með landnúmer 213047 sem er í Hrífunesi í Skaftárhreppi. Heildarstærð skipulagssvæðisins er 3500 m2. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss, ferðaþjónustuhúsa og bílastæða. Í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, V2 sem er 19ha og er ætlað fyrir veitingaþjónustu og bændagistingu. Deiliskipulagið nær aðeins til hluta þess.

  4. Deiliskipulagstillaga – Flaga II, Landnr. 176602 Sjá skipulagsuppdrátt

Deiliskipulagið tekur til lóðar með landnúmer 176602, Flaga II land í Skaftárhreppi. Heildarstærð deiliskipulagssvæðisins er 1,4 ha. Deiliskipulagið tekur til íbúðarhúss, geymslu, ferðaþjónustuhúsa og bílastæða. Í aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í deifbýli, V4 þar sem íbúðarhús er nýtt fyrir ferðaþjónustu.

 

Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér endurauglýstar breytingartillögur að deiliskipulagi í Skaftárhreppi:

  5. Breyting á deiliskipulagi í Hrífunesi, Landnr. 163371   Sjá deiliskipulag 

Breyting á deiliskipulagi í Hrífunesi í Skaftártungu landnr. 163371. Breytingin felur í sér að stækka skipulagsreit V2 fyrir verslun og þjónustu þannig að göturnar Stóratorfa og Mástorfa falli inn í reitinn.

  6. Deiliskipulagsbreyting Geirlandi, Landnr. 163570 Sjá greinargerð og deiliskipulag

Deiliskipulagssvæðið stækkar úr 1,41 ha í 4,08 ha og nær til lóðarinnar Geirland, landnúmer 163570. Nýr byggingarreitur tengist gistiskála og veitingasal. Innan byggingarreits má byggja gistirými, tengibyggingar, stækkun veitingasalar og eldhús og gestamóttöku. Vegghæð nýbygginga frá gólfi sé allt að 3,0 m og mænishæð allt að 6,0 m. Heimilt era ð byggja allt að 2260 m2 grunnflöt innan byggingarreits.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 21.jan. til og með fimmtudeginum 4.mars 2021. Skipulagstillögurnar eru líka til sýnis á heimasíðu Skaftárhrepps, www.klaustur.is. Athugasemdir skulu vera skriflegar. Skila skal athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.

 

Ólafur Elvar Júlíusson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftárhrepps