Skipulagsbreytingar vegna virkjunar Hverfisfljóts við Hnútu

Hverfisfljótið og Skaftáreldahraunið. Þverárnúpur til hægri og bærinn Þverá fyrir miðri mynd. (Ljósm…
Hverfisfljótið og Skaftáreldahraunið. Þverárnúpur til hægri og bærinn Þverá fyrir miðri mynd. (Ljósm. LM)

Auglýsing um Skipulagsmál í Skaftárhreppi.

Samkvæmt 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2012-2022.

Virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu - Aðalskipulagsbreyting.

Breytingin á aðalskipulaginu felur í sér að Hnútuvirkjun er breytt þannig að í stað 40 MW virkjunar verður gert ráð fyrir 9,3 MW virkjun. Iðnaðarsvæðinu er hnikað til, legu aðrennslis- og veituganga er breytt í samræmi við umhverfismat og grunnhönnun. Sjá uppdrátt og greinargerð

 

Samhliða eru auglýstar athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 28.apríl 2021.

 

Samkvæmt 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Skaftárhreppi.

Virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu – Deiliskipulagstillaga.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag. Deiliskipulagið tekur til allra mannvirkja virkjunarinnar, bygginga, vega og annarra framkvæmda. Þá tekur deiliskipulagið til efnisnáma og efnislosunarsvæða, auk vegtenginga að þessum svæðum. Markmið deiliskipulagsins er að sýna fyrirhugaðar byggingar auk stíflumannvirkja og lóns. Stærð deiliskipulagssvæðisins er 84,2 ha. Sjá uppdrátt  og greinargerð

 

Tillögurnar liggja frammi á skrifstofu Skaftárhrepps, frá og með fimmtudeginum 20. maí til og með 1. júlí 2021. Tillögurnar eru líka aðgengilegar ef smellt er á slóðirnar í þessari frétt. 

Skila skal skriflegum athugasemdum á netfangið bygg@klaustur.is eða beint á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri.

 

Skipulagsfulltrúi Skaftárhrepps