Fjárhagsáætlun 2024

 

  • Fjárhagsáætlun Skaftárhrepps var samþykkt í gær (14. desember 2023)
    • Áætlunin fyrir árið 2024 endurspeglar bjartsýni og metnað sveitarstjórnar fyrir hönd íbúa og atvinnulífs. Fjárhagur sveitarfélagsins er sterkur og góður afgangur af rekstri.
  • Fulltrúar í sveitarstjórn Skaftárhrepps vilja nýta þessa stöðu til uppbyggingar innviða og eflingar á þjónustu. Fjölgun íbúa Skaftárhrepps, undanfarna áratugi hefur ekki verið í takt við sambærileg sveitarfélög. Sú stöðnun er hins vegar í baksýnisspeglinum og mun sveitarstjórn leggja ríka áherslu á að tryggja land undir íbúðabyggð í og við þéttbýlin á Kirkjubæjarklaustri.
  • Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að markaðsetja sveitarfélagið sem ákjósanlegan kost til búsetu. Markmiðið er að fólk og fyrirtæki, sækist eftir að þróast og dafna í okkar samfélagi.
  • Sveitarstjórn tryggir með fjárhagsáætlun ársins 2024 aukna fjármuni til menningarlífs og eins í fleiri þætti sem bæta lýðheilsu íbúa.
  • Gjaldskrá um skólamötuneyti, gjaldskrá leikskóla, gjaldskrá tónlistarskóla, gjaldskrá um gæludýrahald og leiga á félagsheimili taka ekki breytingum miðað við vísitölu neysluverðs á árinu 2024 og verði því óbreyttar á milli ára.
  • Nokkrar lykiltölur og forsendur fyrir árið 2024.
    • Rekstur fyrir fjármagnsliði 2024 er áætlaður jákvæður um 124,3. mkr.
    • Fjármagnsliðir eru áætlaðir um 38 milljónir árið 2024.
    • Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 86 milljónir árið 2024.
    • Veltufé frá rekstri er áætlað um 159 m.kr. 2024.
    • Gert er ráð fyrir 7,2% meðal-verðbólgu á árinu 2024.
    • Gert er ráð fyrir 476 m.kr. launakostnaði á árinu 2024. Hafa sum störf verið færð í verktöku og reiknast sem hærri rekstrarkostnaður, á árinu 2024.
    • Tekjur eru áætlaðar um 1.130 m.kr.
    • Gert er ráð fyrir lántöku að upphæð 50 m.kr.
    • Afborganir langtímalána verði um 30 m.kr.
    • Stefnt er að því að handbært fé verði um 101 m.kr. í árslok 2024. Langtímaskuldir munu hækka um 37 m.kr. á árinu.
    • Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir um 135 m.kr. á árinu 2024.
    • Annað árið í röð eru framkvæmdir við Kirkjubæjarskóla, m.a. lagfæring að innan, frágangur að utan og á lóð, stærstu einstöku framkvæmdir sveitarfélagsins.
  • Fjárhagsáætlun 2024 ber þess merki að nýjar áherslur eru lagðar til við rekstur sveitarfélagsins. Á næstu árum mun sveitarfélagið ráðist í miklar fjárfestingar á íþróttamannvirkjum, leikskóla, grunnskóla, fráveitu, gatnagerð, lagfæring á útivistarsvæðum, svo eitthvað sé nefnt, sem og mörg önnur viðhaldsverkefni í sveitarfélaginu s.s. við Klausturhóla, endurnýjun á Skerjavöllum 5 ofl.þ.h.
  • Fjárfestingar og rekstur sveitarfélagsins á næstu árum, mun bera þess merki að það eru uppi gjörólíkar áhersla í rekstri sveitarfélagsins en á undanförnum árum. Það sést best á því að sveitarfélagið mun ráðstafa mun meira fjármagni til fjárfestinga en áður og nú er lögð meiri áhersla á viðhald fasteigna sveitarfélagsins sem og mörg brýn umhverfisverkefni s.s. uppbygging skólalóðar. Stærsta einstaka fjárfesting næstu ára hjá sveitarfélaginu, er færsla leikskólans og uppbygging gatna og íbúðahúsnæðis.
  • Sveitarfélagið mun vinna að því ötullega næstu misserin, að leita leiða við að efla atvinnulífið á svæðinu með sköpun nýrra starfa. Markmiðið er að efla samkeppnishæfni svæðisins og jafnframt vinna að markaðssetningu svæðisins sem ákjósanlegan kost til búsetu. Nýta þarf þá vinnu sem unnin hefur verið, og þá athygli sem sveitarfélagið vekur til þess að efla atvinnuíf, enn frekar, bæði í tengdri starfsemi sem nú þegar er rekin í sveitarfélaginu og í annari óskyldri starfsemi til þess að auka fjölbreytni starfa.
  • Sveitarstjórn tryggir í fjárhagsáætlun ársins 2024, fjármagn til Kirkjubæjarstofu og annarra félagasamtaka til að standa straum af rekstri þeirra.

Hér má sjá fjárhagsáætlun 2024:

Hér má sjá yfirlitsræðu sveitarstjóra: