Tíu ár frá öskugosi

Lömbin í Hraunkoti voru sperrt þrátt fyrir ösku og myrkur í maí 2021. (Ljósm. Erla Þórey Ólafsdóttir…
Lömbin í Hraunkoti voru sperrt þrátt fyrir ösku og myrkur í maí 2021. (Ljósm. Erla Þórey Ólafsdóttir)

Þann 21. maí 2021 eru liðin tíu ár frá því að gos hófst í Grímsvötnum. Mikið öskufall fylgdi gosinu. Ári áður var gos á Fimmvörðuhálsi og síðan gaus Eyjafjallajökull og stöðvaði alla umferð um Evrópu og víðar um heiminn. Gosið í Grímsvötnum stóð yfir í viku en það kom mikið magn ösku upp. Það er hryllileg tilhugsun að gosið hefði í tæpa fjörutíu daga eins og Eyjafjallajökull gerði árið áður. Askan olli íbúum Skaftárhrepps miklum áhyggjum, mikil vinna var að þrífa allt innan sem utan og askan hafði áhrif á allt samfélagið næstu daga og sumarið. En þrátt fyrir að þessi tími hafi verið erfiður langar Menningarmálanefnd Skaftárhrepps og Vatnajökulsþjóðgarði að minnast þessa atburðar með hátíð sem við köllum Öskuminningar. Drög að dagskrá er komin inn á viðburðadagatalið á þessari síðu. 

Munið að taka frá 5. júní 2021 til að koma á hátíðina Öskuminningar!

Um morguninn: Gönguferð og fræðsla um ösku og öskulög í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í fylgd Bergrúnar Örnu Óladóttur.

Hátíð í Kirkjuhvoli hefst klukkan 15:00 og lýkur um 18:00

   • Leikið verður nýtt tónverk sem samið er sérstaklega fyrir þessa hátíð. Gos í tónum og mynd sem Zbigniew Zochowicz hefur samið í tilefni dagsins, með tónskáldinu leika þau Teresa Zuchowicz og Brian Haroldsson. Á meðan verkið er leikið verða sýndar ljósmyndir frá íbúum Skaftárhrepps á stóru tjaldi.
   • Grímsvötn 2011 í baksýnisspeglinum. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur, okkur ýmislegt um Grímsvatnagosið 2011.
   • Sálgæsla í hamförum. Sr. Ingólfur Hartvigsson segir frá.
   • Áhrif eldgosa á raforkukerfið. Halldór Halldórsson, öryggisstjóri og formaður NSR (Neyðarsamstarf raforkukerfisins) sem vinnur hjá Landsneti.

    Erindið fjallar um þau áhrif sem eldgos geta haft ef þau verða í námunda við raforkuframleiðslu, -flutning eða dreifingu rafmagns. Kynnt verða helstu atriði sem geta valdið truflunum á þeim svæðum þar sem eldgos og öskufall geta orðið. Í erindinu verður fjallað um viðbragðaáætlanir sem raforkukerfið, ásamt almannavörnum, nota í slíkum. aðstæðum.

   • Hvernig líður þér í dag? Lilja Magnúsdóttir segir frá líðan fólks á gostímanum.
   • Grímsvötn og gossaga þeirra - tíðni og eðli gosa. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir okkur ýmislegt um eldgos í Grímsvötnum.
   • Öskubörn. Hafdís Gígja var barn á Kálfafelli í Fljótshverfi, hún segir frá eigin upplifun.
   • Hljómsveitin Öskukallarnir leika Öskulög og Öskublús.

 

Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps stendur fyrir veitingasölu í kaffihléi og ágóðinn af henni rennur til slökkviliðs sveitarfélagsins. Kaffi og terta kostar 1000 kr. en enginn posi verður á staðunum.

Þeir sem hafa áhuga á að fletta upp á góðu efni um Grímsvatnagosið er bent á síðu á Veðurstofu Íslands þar sem bæði er fróðleikur í máli og myndum. 

https://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/eldgos/grimsvotn-2011/

Það er líka skemmtileg 10 mínútna kvikmynd: Að upplifa eldgos á vefsíðunni Katla100.is

Stuttmyndin byggir á viðtölum við heimamenn í Skaftárhreppi. Fólkið segir sögur af Kötlugosi 1918 og eigin upplifun af eldgosum. Eyjafjallajökull sendi ösku austur vorið 2010 og ári síðar varð gífurlegt öskugos í Grímsvötnum. Jökulflóð hafa tekið brýrnar og lokað hringveginum og alltaf er von á gosi. En Skaftfellingar halda ró sinni.