Sorp er verðmæti á villigötum

Guðundur Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps
Guðundur Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Skaftárhreppur hafa gert með sér samning um tilraunaverkefni þar sem prófaðar verða lausnir fyrir úrgangsstjórnun sveitarfélaga. Þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Eva Björk Harðardóttir, oddviti sveitarstjórnar Skaftárhrepps, undirrituðu í dag samning sem felur í sér að Skaftárhreppur tekur að sér að prófa mismunandi lausnir í sorphirðu þar sem meðal annars verða gerðar tilraunir með snjalllausnir. Að verkefninu koma auk Skaftárhrepps, Háskóli Íslands og ReSource International ehf. Fréttina í heild má lesa á vef Stjórnarráðs Íslands

Frétt frá Stjórnarráði Íslands