Platan steypt á Klaustri

Steypunni dælt í plötuna. (Ljósm. ÓEJ)
Steypunni dælt í plötuna. (Ljósm. ÓEJ)

Steypubíllinn kom 24. ágúst og Guðjón í Nykhól dældi steypunni í plötuna. Það er fyrirtæki Björns Snorrasonar og Ragnheiðar Hlínar Símonardóttur á Kálfafelli í Fljótshverfi, Byggðaból ehf, sem byggir parhúsið. Björn segir að framkvæmdir gangi vel og vonandi takist að klára húsið innan fárra mánaða og selja báðar íbúðirnar. Hvor íbúð er 90 fermetrar með 27 fermetra bílskúr.

Kirkjubæjarklaustur er vaxandi þorp þar sem er næg atvinnna. Húsnæði hefur vantað en nú rætist eitthvað úr því með byggingu nokkurra húsa á lóð læknisbústaðarins. Nú þegar eru parhús og einbýlishús í byggingu og raðhús með þremur íbúðum verður væntanlega byggt á næsta ári. Fleiri lóðum verður úthlutað ofan við heilsugæslustöðina.

Húsin sem verið er að byggja eru á lóð læknisbústaðarins sem er með rauðu þaki á myndinni. Þarna er afskaplega skjólsælt og stutt í alla þjónustu. (Ljósm. LM)

Lóðin við læknisbústaðinn