Niðurstaða 500. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til fundar, miðvikudaginn, 20. desember 2023.

  • Meðal annars það sem gert var eftirfarandi:
  • Sveitarstjórnin samþykkti breytingar á álagningahlutfalli útsvars fyrir árið 2024 en er það byggt á samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.desember 2023, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar (sjá hér)
  •  Sveitarstjóri greindi frá því að gengið hefur verið frá ráðningu í stöðu fjármála- og skrifstofustjóra Skaftárhrepps.
   • Ráðin hefur verið Dagný Kapítóla Sigurðardóttir.
    • Dagný hefur starfað hjá Sveitarfélaginu Árborg í rúmlega sjö ár, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði og sem deildarstjóri hagdeildar síðan 2021. Dagný hefur ágætis reynslu af stjórnun, áður en hún hóf störf hjá Árborg, starfaði hún meðal annars hjá Sparisjóði Suðurlands og Landsbanka Íslands, meðal annars sem útibússtjóri. Dagný hefur góða þekkingu á rekstri sveitarfélaga. Dagný útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 og stundar nú framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
     • Sveitarstjórn býður Dagnýju Kapítólu velkomna í starfsmannahóp Skaftárhrepps.

Hér má sjá fundargerð: