Niðurstaða 494. fundar sveitarstjórnar

 

    • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til 494. fundar, fimmtudaginn 29. júní 2023.
    • Það helsta sem gerðist á fundinum var eftirfarandi:
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða þjónustusamning við Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. Mun Gunnar Valdimarsson, starfsmaður Vektors gegna starfi byggingarfulltrúa, sveitarfélagsins.
      • Sveitarstjórn samþykkti samhljóða makaskiptasamning á milli Fjármála- og efnahagsráðuneytis og Skaftárhrepps. Þar sem ríkissjóður fær 330 ha. úr landi Eintúnaháls í skiptum fyrir land ríkisins á Kirkjubæjarklaustri og einbýlishúsið við Skriðuvelli 11.
      • Sveitarstjórn, samþykkti samhljóða að breyta heimilisfestu á Íþróttamiðstöð, Kirkjubæjarskóla á Síðu og Héraðsbókasafninu.
      • Sveitarstjórn, samþykkti samhljóða að leggja það til við skipulagsnefnd að hlutverki lóðarinnar að Skriðuvöllum 11 yrði breytt.
      • Sveitarstjóri greindi frá því að þann 29. júní hefði Vegagerðin, afhent, Skaftárhreppi, aflagða brú yfir Djúpá til eignar og umráða. Er brúin gefin til þess að tengja sama stígakerfi þéttbýlisins við Kirkjubæjarklaustur og gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Hér má sjá fundargerð fundarins:

Hér má sjá fundargögn: