Niðurstaða 493. fundar sveitarstjórnar

 

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps hélt 493. fund sinn, miðvikudaginn 7. júní 2023.
  • Það helsta sem gerðist á fundinum var eftifarandi:
    • Samþykkt að ráðast í byggingu á körfuboltavelli
      • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, tók enn eitt skrefið í verkefni sem snýr að íþróttauppbyggingu í sveitarfélaginu, með því að samþykkja og fela sveitarstjóra að leita eftir verktökum til að reisa körfuboltavöll í fullri stærð (sex körfur). Verður völlurinn staðsettur á skólalóðinni, við hlið sparkvallar.
    • Sveitarstjórn staðfesti skóladagatöl fyrir grunn- og leikskóla.
    • Sveitarstjórn staðfesti óbreyttan opnunartíma sundlaugar.
    • Sveitarstjóri lagði fram drög til kynningar að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra, reglum um ferðaþjónustu aldraðra og fleira sem sveitarstjórn mun fjalla um síðar.
    • Sveitarstjóri greindi frá því að búið væri að kaupa bifreið að Benz Sprinter gerð. sem er sér útbúin, til að flytja þrjá hjólastóla og fimm farþega að auki. Verður bifreiðin afhent á næstu dögum.

 

Hér má sjá fundargerð fundarins:

Hér má sjá fundargögn: