Niðurstaða 486. fundar sveitarstjórnar.

  • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, hélt 486. fund sinn þann 18. janúar 2023.
    • Það helsta sem gert var á fundinum var eftirfarandi:
      • Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti að leggst gegn tillögu um friðlýsingu alls vatnasviðs Skaftár fyrir orkuvinnslu. (hér má sjá bréf til Umhverfisstofnunar)
      • Sveitarstjórn samþykkti að ráða Svavar Sigurðsson í stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Skaftárhrepps, frá 1. janúar 2023 til og með 31. júlí 2023.
      • Sveitarstjórn samþykkti samkomulag við Grafarsókn, Langholtssókn, Prestbakkasókn og Þykkvabæjarklausturssókn vegna organista og kórstjóra. (sjá hér)
        • Með samkomulagi þessu er stefnt að því að efla menningar- og tónlistarstarf í sveitarfélaginu, sem meðal annars getur nýst varðandi starfsemi kóra og tónlistarflutning í sveitarfélaginu. Skaftárhreppur mun á grundvelli samkomulagsins, kosta starf sem varðar skipulag kórastarfs og æfingar auk starfs organista við kirkjur og kapellur innan sveitarfélagsins. 
      • Sveitarstjórn samþykkti að taka tilboði TM í tryggingar sveitarfélagsins til 3ja ára.
        • TM var lægst í útboðinu og er lækkun iðgjalda um 23% á milli áranna 2022 og 2023 þrátt fyrir að vátryggingavernd sé aukin til muna.
      • Sveitarstjóri greindi frá því að Skaftárhreppur hefði fengið samþykktan styrk að upphæð 11.867.406 krónur sem stofnframlag til bygginga á 2 almennum íbúðum, fyrir tekju- og eignalága á vinnumarkaði.
      • Sveitarstjóri lagði meðal annars fram drög af bréfi vegna friðunar á Skaftá, fyrir hönd sveitarfélagsins vegna jarðarinnar Ár. (hér má sjá bréfið til Umhverfisstofnunar)

Hér má sjá fundargerð fundarins: