Merkilegra sorp

Skaftárhreppur setur upp samræmdar merkingar á sorpílát

Framfaraskref var stigið í sorpflokkun í Skaftárhreppi þegar komu skilti á gámana á gámavellinum austan við Kirkjubæjarklaustur. Fenúr hafa hannað merki sem sýna vel, með mynd og á þremur tungumálum, hvað á að fara í hvert sorpílát eða gám.

Reykjavík var fyrsta sveitarfélagið til að setja upp merkingarnar í nóvember 2020. Danir hönnuðu merkin í upphafi en síðan hafa hin Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin sýnt áhuga á að merkja sorpílát á sama hátt.

Sorpflokkun er auðveld ef maður veit nákvæmlega hvernig á að flokka. Á Íslandi hafa sveitarfélög valið ólíkar leiðir og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað á að fara í grænu tunnuna, sem er blá í næsta sveitarfélagi. Með þessum samræmdu merkingum verður þessi vandi vonandi úr sögunni, hvernig sem ílátið eða gámurinn lítur út er merkið kunnuglegt. Alls eru merkin 78 en almenningur þarf ekki að læra nema lítinn hluta af þeim.

Gleðjumst yfir því sem gengur vel. Umgengni okkar um náttúruna verður aðeins betri í dag en í gær.

Lilja Magnúsdóttir    Kynningarfulltrúi Skaftárhrepps

Rafhlöður


Málmar

Ljósaperur

Frauðplast og blandaður

Hjólbarðar

Málað timbur

Gler

Pappír