Laust starf móttökuritara og bókara

Laust er til umsóknar starf móttökuritara og bókara á skrifstofu Skaftárhrepps. Leitað er að einstaklingi með mikla þjónustulund og samskiptahæfni.

Meðal helstu verkefna:

  • Símsvörun og móttaka viðskiptavina
  • Færsla bókhalds undir verkstjórn skrifstofustjóra
  • Móttaka og flokkun erinda ásamt skráningu í skjalakerfi
  • Ýmis tilfallandi verkefni sem tengjast starfsemi sveitarfélagsins

 

Hæfniskröfur:

  • Skrifstofu-/verslunarnám er kostur
  • Þekking á Navision, H3 launakerfi og One-crm er kostur
  • Reynsla og/eða haldbær þekking á starfssviðinu
  • Skipulagsfærni og frumkvæði
  • Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku

 

Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Starfsstöð skrifstofu Skaftárhrepps er á Kirkjubæjarklaustri. Launakjör eru skv kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri í síma 487-4840 eða á netfangið sveitarstjori@klaustur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.