Íslenskunámskeið í fjarkennslu/online

Námskeið í íslensku fyrir lengra komna hefst 25. 08 2021

Skráning á www.fraedslunet.is

Athugið að námskeiðið er í fjarkennslu.

Ætlað þeim sem hafa lokið Íslensku 5 og/eða þeim sem hafa góða undirstöðu í íslensku.

Haldið er áfram að þjálfa þætti sem snúa að þörfum nemandans í daglegu lífi, vinnu og skóla. Áherslan í þessum áfanga er þó á samfélagsleg og menningarleg viðfangsefni með það fyrir augum að efla samfélagslega vitund nemans og hjálpa honum að falla betur inn í íslenskt samfélag. Nemendur eru hvattir til að fylgjast daglega með fréttum og menningartengdu efni og taka þátt í samræðum þar að lútandi. Nemendur eru einnig þjálfaðir í að tala óundirbúnir um efni sem þeim er kunnuglegt og færa nokkur rök fyrir máli sínu. Þjálfun í lestri og ritfærni eykst samhliða töluðu máli. Leitast er við að gera verkefnin þannig úr garði að þau reyni á hæfni nemandans við raunverulegar aðstæður og þjálfi hann í að geta haldið uppi samræðum af nokkru öryggi og gert sig betur skiljanlegan á rituðu máli.

Miðað er við 75% viðveru/þátttöku til að ljúka náminu

  • Kennari: Hlíf Gylfadóttir
  • Lengd: 60 stundir
  • Dagar: Miðvikudagar
  • Verð: 44.900 isl kr. Greitt er með korti, debit eða kredit eða með Netgíró. Athugið að fræðslusjóðir stéttarfélaga styrkja þátttakendur.