Innritun nemenda í Kirkjubæjarskóla haustið 2022

Innritun barna fædd árið 2016 í 1. bekk Kirkjubæjarskóla á Síðu haustið 2022 er hafin.

Foreldrar eru beðnir að skrá börn sín sem fyrst til að auðvelda skipulag og undirbúning fyrir komandi skólaár.

Væntanlegir 1. bekkjar nemendur sem eru á leikskólanum Kærabæ munu koma í sína fyrstu skólaheimsókn þann 1. mars n.k.

Börn sem ekki eru skráð í leikskólann eru einnig hjartanlega velkomin í heimsókn á sama tíma. Foreldrar þeirra barna eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra í síma 4874633 eða senda tölvupóst á netfangið skolastjori@klaustur.is til að fá nánari upplýsingar um skipulag heimsóknanna.

Innritun er rafræn og nálgast má skráningarform

Skráning  á vef Kirkjubæjarskóla á Síðu