Hefurðu áhuga á að starfa í nefnd á vegum Skaftárhrepps?

Sveitarstjórn Skaftárhrepps óskar eftir áhugasömum aðilum til að starfa í eftirfarandi nefndum á vegum sveitarfélagsins;

Íþrótta- og tómstundanefnd

Umhverfis- og náttúruverndarnefnd

Öldungaráði (67 ára og eldri)

Ungmennaráði (ungmenni á aldrinum 13-18 ára)

Þeir sem vilja kynna sér málið betur eða bjóða sig fram geta sett sig í samband við Söndru Brá Jóhannsdóttur sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@klaustur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 487-4840.