Gámavöllurinn opinn en ekki starfsmaður

Myndin er tekin stuttu eftir að gámavöllurinn var girtur af. (Ljósm. LM)
Myndin er tekin stuttu eftir að gámavöllurinn var girtur af. (Ljósm. LM)

Laugardaginn 2. júlí 2022 verður gámavöllurinn á Kirkjubæjarklaustri opinn 10 -14 en umsjónarmaður verður ekki á staðnum. 

Opnunartími gámavallarins og upplýsingar um sorpflokkun má sjá á síðunni sorpmál á þessum vef

 

Gámavöllurinn hefur tekið stakkaskiptum frá því sem var fyrir fáum árum og má þar fyrst og fremst þakka starfsmönnum á gámavellinum en ekki síður íbúum Skaftárhrepps sem vanda sig þegar þeir skila á gámavöllinn. 

Gerum okkar besta í sorpmálunum það er öllum til hagsbóta því úrgangur á einum stað er í raun hráefni fyrir nýja framleiðslu á öðrum stað.