Bókaspjall á Kjarrinu

Bókaspjall á Kjarr restaurant Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 2. október 2022 frá kl 14 - 16.

Þrír höfundar nýrra bóka lesa úr bókum sínum og spjalla um efni þeirra, þau Jón Hjartarson, Jón Kristinn Einarsson og Lilja Magnúsdóttir.

Bók Jóns Hjartarsonar er ljóðabók; Líf með sjó og landi. Nokkur ljóðanna fjalla um líf og starf Jóns þegar hann var skólastjóri á Kirkjubæjarklaustri.
Bók Jóns Kristins Einarssonar er um Sr. Jón Steinsgrímsson og Skaftáreldana. Þar koma fram nýjar heimildir um úthlutun styrkja eftir hörmungarnar.
Lilja Magnúsdóttir les úr fjölskyldubók sinni; Gaddavír og gotterí sem segir frá leikjum og lífi barna í sveit fyrir nokkrum áratugum þegar var enginn leikskóli og enginn skjár til á heimilinu.

Bækur verða seldar og áritaðar.

Frítt kaffi, kruðerí og gotterí.

Allir velkomnir.