Viltu vinna á bifreiðaverkstæðinu á Klaustri?

UniCars slf. er bílaverkstæði á Kirkjubæjarklaustri
UniCars slf. er bílaverkstæði á Kirkjubæjarklaustri

UniCars slf á Kirkjubæjarklaustri óskar eftir að ráða bifvélavirkja eða aðila vanan bílaviðgerðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Öll almenn viðhalds-, greiningar- og viðgerðarvinna
 • Meðhöndlun bilanagreininga
 • Þrif og frágangur á verkstæði
 • Miðlun þekkingar til starfsfélaga
 • Bakvakt í neyðarþjónustu 3-7-4 vaktir

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Sveinspróf í bifvélavirkjun og eða reynsla
 • Reynsla af vinnu á verkstæði kostur
 • Samstarfs- og samskiptahæfni
 • Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
 • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
 • Öguð, snögg og nákvæm vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta og kunnátta í ensku kostur.
 • Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
 • Ökuréttindi C og CE er kostur

 

UniCars slf er bílaverkstæði staðsett á Kirkjubæjarklaustri. Helstu verkefni eru viðgerðir á bílum, tækjum og vélum ásamt dráttabíla þjónustu og dekkjaviðgerðum.

 

Upplýsingar um starfið veitir Karl í síma 858-7657. Umsókn skal senda á netfangið karl@eldhraun.is