Covid þorrablótið 30. jan 2021

Ágætu sveitungar nær og fjær.

Þar sem Þríeykið hefur sett bann við öllum skemmtunum á þessum fordæmalausu tímum verður ekki haldið hefðbundið þorrablót. Tókum við í þorrablótsnefnd því þá ákvörðun að senda ykkur smá skemmtiatriði heim i stofu. Þar munum við reyna að slá á létta strengi af helstu fréttum sveitarinnar á liðnu ári. Laugardagskvöldið 30. janúar 2021 munum við setja inn efni á facebook síðuna Þorrablót 2021.

Bíðið spennt og undirbúið þorrablót heima í stofu

Kveðja Þorrablótsnefnd