Breytingar á opnunartíma sundlaugar

 

 • Sveitarstjórn Skaftárhrepps, ákvað á 496. fundi sínum þann 14. september 2023, að breyta opnunartíma sundlaugar, frá og með mánudeginum 18. september 2023.
   • Sundlaugin verður opin á eftirfarandi tímum:
     • 11.00 til 19.00 frá mánudögum til laugardaga. Sundlaugin verður lokuð á sunnudögum og á rauðum helgidögum.
       • Breytingar á opnunartíma eru fyrst og fremst til komnar vegna þess að sú tilraun sem gerð var með að auka opnunartíma sundlaugarinnar gekk ekki upp. Aðsókn fyrstu klukkutímana sem laugin var opin var lítil sem engin. Rekstur sundlaugarinnar var neikvæður um 34,5 milljónir fyrstu sjö mánuði ársins. Tap á rekstri sundlaugarinnar stefndi í um 59 milljónir á árinu 2023, ef ekkert hefði verið að gert.
       • Þeir gestir sem sóttu sundlaugina fyrstu fjóra klukkutímana (7:00 til 10:59) voru um 12.92% af heildar gestafjölda. Rétt er að taka það fram að frá tímabilinu 7:00 til 9:59 var gestafjöldi 4,56% af heildar gestafjöld. Ekki verður fjölgun á þessum heimsóknum fyrr en í júní mánuði, fram að því voru þetta frá 0 gestum til 1 sem sóttu laugina á sumum tímum.
       • 11,26% af tekjum sundlaugarinnar mynduðust fyrstu fjóra klukkutímana. Rétt er að taka það fram að frá tímabilinu 7:00 til 9:59 mynduðust 3,91% af heildar tekjum sundlaugarinnar fyrstu sjö mánuði ársins 2023.
       • Heildar launakostnaður og rekstrarkostnaður sundlaugarinnar var áætlaður um 52 milljónir á árinu 2023. Fyrstu sjó mánuði ársins var búið að eyða um 83% af heildinni og um 92% af áætluðum launakostnaði.
       • Nánari upplýsingar er að finna í minnisblaði sem lagt var fram á fundi sveitarstjórnar

       

       

     

     

   

   

 •