Ársreikningar

 

  • Hér má sjá ársreiknings ársins 2022
  • Sjá ársreikning 2022 hér:
  • Sundurliðun ársreiknings 2022 hér:
    • Ársreikningur Skaftárhrepps er settur fram samkvæmt reiknisskilum sveitarfélaga og samanstendur af A-hluta og B-hluta. Í A-hluta flokkast þær rekstrareiningar sveitarfélagsins sem eru fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti með skatttekjum. Til A-hluta teljast Aðalsjóður og Eignarsjóður. Í B-hluta flokkast þær rekstrareiningar, stofnanir og fyrirtæki sem eru fjárhagslega sjálfstæð en rekstur þeirra er að mestu fjármagnaður með þjónustutekjum. Til B-hluta teljast svo sem, Skaftárljós, fráveita, leiguíbúðir og félagslegar íbúðir. Nokkur utan að komandi atriði svo sem launahækkanir, meiri kostnaður við framkvæmdir við Klausturveg 4, setja mark sitt á rekstrarniðurstöðu samstæðu Skaftárhrepps. Áhrifanna gætir fyrst og fremst í fjármagnsliðum samstæðunnar sem voru neikvæðir um 31.923.000 á árinu 2022.

    • Rekstrarniðurstaða samstæðu Skaftárhrepps fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð um 31.996.000 krónur. Rekstrartekjur voru 960.759.000 krónur og rekstrargjöld 928.763.000 krónur. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar eftir afskriftir og fjármagnsliði var neikvæð um 31.624.000 krónur. Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri samstæðunnar um 25.658.000 krónur og handbært fé frá rekstri (neikvætt) um 742.000 krónur. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 29.677.000 krónur og fjármögnunarhreyfingar sem voru jákvæðar um 60.044.000 krónur. Afborganir langtímalána námu um 19.889.000 krónur, en ný lán voru 80.000.000 krónur. Handbært fé samstæðunnar hækkaði um 29.625.000 krónur á árinu 2022, handbært fé var í árslok 92.633.000. Það eru mikil vonbrigði, hve mikið kostnaður við rekstur og viðhaldsframkvæmdir sveitarfélagsins fóru langt fram úr þeim áætlunum sem gerðar voru á fyrra ári. Fyrir því eru þó margar ástæður. Launahækkanir og gríðarlegur, ófyrirséður kostnaður vegna vinnu KPMG við endurskoðun á rekstri og áætlanagerð, sem og kostnaður vegna málaferla. Vanefnda á framlögum vegna verkefna og mikill kostnaðarauki vegna framkvæmda sem sveitarfélagið fór í sem ekki var gert ráð fyrir í viðaukum fjárhagsáætlunar ársins.

      Jafnframt eru það vonbrigði að framlög Jöfnunarsjóðs vegna skólastarfs lækkuðu á milli ára, þrátt fyrir aukinn kostnað við akstur og laun. Það er því ljóst að það er mikil áskorun framundan við að halda rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins innan fjárhagsáætlana á árinu 2023 en eins og engin hefur farið varhluta af er íslenskt samfélag að ganga í gegnum eitt mesta samdráttarskeið í manna minnum vegna hækkandi vaxta og verðbólgu með tilheyrandi óvissu um tekjur og gjöld sveitafélagsins.