Skaftárhreppur hlýtur jafnlaunavottun

Íbúar Skaftárhrepps geta fagnað jafnlaunavottun sem gerir gott samfélag enn betra.
Íbúar Skaftárhrepps geta fagnað jafnlaunavottun sem gerir gott samfélag enn betra.

Skaftárhreppur hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST 85. Vottunin staðfestir að sveitarfélagið uppfyllir öll viðmið um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana sem var samþykktur með reglugerð 13. nóvember 2017

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þegar Skaftárhreppur var tekinn út var gerð skýrsla um stöðu mála. Skýrsluna má lesa hér

Úttektaraðili jafnlaunavottunarinnar var iCert. Formlegt skírteini um jafnlaunavottun var gefið út þann 23. maí 2022 og gildir til 2025. Jafnframt hefur Jafnréttisstofa veitt Skaftárhreppi heimild til þess að nota jafnlaunamerkið á heimasíðu sveitarfélagsins.

Karl Antonsson, fjármála- og skrifstjóri Skaftárhrepps sem er ábyrðaraðili innleiðingarinnar fyrir hönd Skaftárhrepps en forstöðumenn stofana tóku einnig þátt. Marta Karlsdóttir var ráðgjafi vegna innleiðingarinnar og úttektarstjóri var Jón Karlsson sem starfar hjá Icert ehf.

Jafnlaunavottun skírteini