Niðurstaða 524. fundar sveitarstjórnar.
																											
	
        
		
	
			
					02.11.2025			
	
	
					
				
					
				
							 
				
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, kom saman til fundar, fimmtudaginn 30. október 2025.
- Meðal annars var eftirfarandi gert:
- Lögð fram fundargerð 10. fundar Skipulags- og umhverfisráðs (sjá hér)
 
- Þar staðfesti sveitarstjórn meðal annars:  Óverulega breytingu á deiliskipulagi virkjunar í Hverfisfljóti (sjá hér),  tvær tillögur af deiliskipulagi, í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (sjá hér)
 
- Þar ver tilkynnt um niðurstöðu Umhverfisverðlauna Skaftárhrepps (sjá hér)
 
 
- Lögð fram drög að nýjum samþykktum um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Skaftárhreppi. Afgreiðslu málsins frestað (sjá hér)
 
- Sveitarstjórn samþykkti í einu hljóði að stofna einkahlutafélag utan um verkefnið að leita að heitu vatni, er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
 
- Sveitarstjórn samþykkti samning um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla á milli Orku náttúrunnar og Skaftárhrepps, við Laugarveg 2 (íþróttahús) (sjá hér)
 
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, samþykkti, fjárstyrk vegna uppgerðar á fyrstu rútu Austurleiðar hf.
 
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, samþykkti breytingar á sorphirðudagatali (sjá hér)
 
- Sveitarstjórn Skaftárhrepps, samþykkti fyrir sitt leiti lóðarleigusamning um 50 hektara á Skógasandi (sjá hér)
 
-  Lögð var fram gjaldskrá og reglur fyrir mötuneyti Skaftárhrepps vegna grunnskóladeildar, sem var vísað til Velferðarráðs til afgreiðslu (sjá hér)
 
- Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2026:
- Lögð fram ákvörðun um fasteignaskatt 2026 (sjá hér)
 
- Lögð fram ákvörðun um útsvarshlutfall 2026 (sjá hér)
 
 
 
Margt fleira var gert á fundinum.
Hér má sjá fundargerð:
Hér má sjá fundargögn: